Beint í efni

Rétt eins og hjá öðrum fagstéttum, eru réttindi kúabænda margvísleg. Hér er að finna upplýsingar um ýmis réttindi kúabænda ásamt eldra efni um réttindi og kjör.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skrifuðu undir nýja búvörusamninga fyrir hönd ríkissjóðs 19. febrúar 2016. Samkomulag um endurskoðun samningns um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar var samþykkt af bændum í atkvæðagreiðslu 4.desember 2019. Bókun við samkomulagið má lesa HÉR. Endurskoðaður búvörusamningurinn var undirritaður þann 25. október 2019. 

Samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar (2019): Samningur_2019

Samningur um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar (2016): Samningur_2016

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt: Nautgripareglugerð nr 348/2022

Rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og framlög sem ekki falla undir samning um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar (2021): Rammasamningur 2021

Rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og framlög sem ekki falla undir samning um starfsskilyrði nautgriparæktar (2016): Rammasamningur 2016

Búvörulög eiga að vera til þess að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið, að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta, að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu og að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað. Búvörulög má finna hér: Búvörulög 

Markmið búnaðarlaga eru svo að almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði, tryggja að bændum standi til boða leiðbeiningarþjónusta og skýrsluhaldshugbúnaður til að styðja við framgang markmiða samnings skv. 3. gr., við búvöruframleiðsluna sé gætt sjónarmiða um velferð dýra, heilnæmi afurða, umhverfisvernd og sjálfbæra landnýtingu, auka vægi lífrænnar framleiðslu, stuðningur ríkisins stuðli að áframhaldandi þróun í greininni og bættri afkomu bænda, auðvelda nýliðun þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi framleiðenda, tryggja að stuðningur ríkisins nýtist sem best starfandi bændum.
Búnaðarlög má finna hér: Búnaðarlög

Bændasamtök Íslands

Hlutverk Bændasamtaka Íslands (BÍ) er að vera málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Í samræmi við þetta meginhlutverk greinist starfsemi samtakanna í fjóra meginþætti:

• Þau beita sér fyrri bættum kjörum bænda á öllum sviðum
• Þau annast leiðbeiningaþjónustu og sinna faglegri fræðslu í þágu landbúnaðarins
• Þau annast útgáfustarfsemi og miðlun upplýsinga sem varða bændur og hagsmuni þeirra
• Þau annast ýmis verkefni fyrir ríkisvaldið og aðra aðila sem tengjast hagsmunum bænda og landbúnaði, veita umsögn um lagafrumvörp sem snerta landbúnaðinn og sinna öðrum verkefnum sem varða hag bænda.

Frekari upplýsingar um BÍ má fá á www.bondi.is


Launakjör

Kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum.

Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Samninginn má sjá með því að ýta hér.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Þá minnum við á réttindi og skyldur starfsfólks í landbúnaði: SJÁ HÉR


Fæðingarorlof kúabænda

Lög um fæðingar- og foreldraorlof: SJÁ HÉR

Fæðingarorlofssjóður, þar getur þú farið í umsóknar- og afgreiðsluferli: SJÁ HÉR


Bjargráðasjóður

Bjargráðasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins.
Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) annast umsýslu Bjargráðasjóðs skv. samningi við Matvælaráðuneytið frá og með 3. mars 2022. 

Netfang sjóðsins: bjargradasjodur@bjargradasjodur.is 


Stjórn sjóðsins:
Sigurður Eyþórsson, skipaður formaður án tilnefningar
Jóhannes Sigfússon, Gunnarsstöðum, 681 Þórshöfn
Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka, 500 Stað


Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Framleiðnisjóður landbúnaðarins var stofnaður með lögum nr. 89/1966 sem sett voru á Alþingi þann 17. desember 1966. Samkvæmt 1. gr. þeirra laga er hlutverk sjóðsins að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Fjármagn til sjóðsins var tryggt í rammasamningi milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands og var samið um heildarfjárveitingu til sjóðsins á ársgrundvelli. 

Stjórnvöld ákváðu að leggja Framleiðnisjóð niður í lok árs 2020. Sá sjóður er því ekki til í dag. 


Þróunarsjóður nautgriparæktarinnar

Matvælaráðuneytið hefur yfirumsjón með þróunarsjóð nautgriparæktarinnar. Umsóknir skulu berast í gegnum Afurð (www.afurd.is) og er umsóknarfrestur auglýstur á vef ráðuneytisins hverju sinni.

Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni.

Samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við landbúnað geta styrkþegar verið einstaklingar, rannsóknarhópar, háskólar, rannsóknarstofnanir, félög og fyrirtæki og skulu umsókn fylgja eftirtalin gögn, eftir því sem við á:

  1. Listi yfir þá sem aðild eiga að verkefninu.
  2. Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis þ.m.t. rökstuðningur fyrir því hvernig það fellur að þeim markmiðum sem tilgreind eru í 33. gr. reglugerðarinnar og hvernig það gagnast viðkomandi búgrein að öðru leiti.

Í 33. grein reglugerðarinnar kemur fram að „Þróunarfjármunum er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í nautgriparækt og sauðfjárrækt“. 

3. Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu áfanga þess.
4. Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild.
5. Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar.

Ráðuneytið og fagráð geta óskað eftir frekari gögnum sé þess þörf til að leggja mat á umsókn.


Styrkir

Við viljum minna bændur á jarðræktarstyrki og landgreiðslur sem hægt er að sækja um ásamt styrkjum til framkvæmda og nýliðunar í greininni. Frekari upplýsingar um styrkina og framkvæmd þeirra er að fá hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML).