Beint í efni

NPC - Nordic Poultry Conference

Alifuglabændur á Íslandi hafa til margra ára verið í norrænu samstarfi (Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Ísland). Samstarfið miðar að því að miðla reynslu, þekkingu og rannsóknum á sviði alifugla. Ráðstefna er haldin árlega og skiptast löndin á að halda utan um skipulag og framkvæmd hennar.
Dagsetning miðast við 45. viku ársins sem er oftast í nóvember.
Efnisþættir ráðstefnunnar eru þríþættir, erindi sem snúa að varpfuglum til eggjaframleiðslu, alifugl til kjötframleiðslu og svo að hluta dýralækna og aðkomu þeirra að greininni.
Síðustu ár hefur aðsókn að ráðstefnunni aukist og verið uppselt. Ísland mun næst halda utan um skipulagningu og framkvæmd hennar árið 2028.

Stofnanir sem tengjast starfinu:

NPC - 2024

Dagana 5-7. nóvember sl. var NPC ráðstefnan haldin í Helsinki í Finnlandi. Á ráðstefnunni í ár voru um 280 þátttakendur, auk fyrirlesara sem tengjast með einum og öðrum hætti alifuglum, allt frá bændum til dýralækna og vísindamanna. Eydís Rós Eyglóardóttir var fulltrúi alifugladeildar innan Bændasamtaka Íslands á ráðstefnunni. Katrín Pétursdóttir, lögfræðingur Bændasamtakanna, sótti ráðstefnuna einnig í þetta sinn.