
Þann 1. júlí 2021 færðist öll starfsemi Landssambands kúabænda (LK, kt: 511290-2019) undir deild kúabænda innan Bændasamtaka Íslands sem frá þeim degi sinnir þeim hlutverkum sem áður voru á hendi LK. Engin starfsemi er því lengur hjá. Á fyrsta búgreinaþingi nýrra Bændasamtaka, í mars 2022 var ákveðið að deildin skyldi hljóta nýtt nafn, Nautgripabændur BÍ, skammstafað NautBÍ.
Stjórn LK hverju sinni er jafnframt stjórn deildar Nautgripabænda innan BÍ og deild Nautgripabænda BÍ vettvangur nautgripabænda til að koma baráttumálum sínum á framfæri hverju sinni.
Landssamband kúabænda og síðar Nautgripabændur BÍ
Landssamband kúabænda (LK) var stofnað 4. apríl 1986 og starfaði sem hagsmunagæslufélag nautgripabænda á Íslandi allt til 1. júlí 2021 þegar öll starfsemi félagsins fluttist yfir til búgreinadeildar kúabænda innan Bændasamtaka Íslands. Í dag er starfsemi undir merkjum LK því engin þrátt fyrir að félaginu hafi ekki verið slitið.
LK var stofnað á tímamótum í íslenskum landbúnaði og fékk m.a. í vöggugjöf að þurfa að móta umdeilt framleiðslustjórnunarkerfi. Síðan þá hafa mörg og breytileg mál verið á verkefnalista sambandsins. Í dag er hins vegar búgreinadeild Nautgripabænda BÍ í forsvari fyrir nautgripabændur landsins í öllum veigamiklum málum er lúta að nautgriparækt.
Að LK stóðu 13 aðildarfélög, sem mynduðu Landssamband kúabænda eins og það var við sameiningu starfseminnar við BÍ. Eftir sameiningu eru fyrrum aðildarfélög LK að öllu leiti sjálfstæð og hafa ekki beina aðild að deild Nautgripabænda innan BÍ.
Landssamband kúabænda | Kennitala: 511290-2019 | Borgartún 25 | 105 Reykjavík ISLAND | Sími: 563 0300