Beint í efni

Stefnumótun LK 2028

Stefnumótun Landssambands kúabænda 2018-2028 kom út árið 2018. Er hún í tvennu lagi, annars vegar fyrir mjólkurframleiðslu og hins vegar nautakjötsframleiðslu. Var vinnan lögð fyrir aðalfund LK í apríl 2018 og kynnt fyrir bændum á haustfundum samtakanna í október 2018

Þrátt fyrir að vinnu við stefnumörkunina sé formlega lokið, er mikilvægt að gera sér grein fyrir að í raun lýkur slíkri vinnu aldrei. Nú tekur við það verkefni að hrinda henni í framkvæmd. Þá er og mikilvægt að endurmeta stöðuna á hverjum tíma, sem taki mið af síbreytilegum aðstæðum.

Stefnumörkun LK 2021

Stefnumörkun Landssambands kúabænda 2021 kom út árið 2011. Hún var kynnt fyrir bændum á fundum um land allt, samandregin útgáfa var send til bænda þann 10. október 2011 og ýtarlegri útgáfu var dreift með Bændablaðinu þann 13. október 2011.  Hana er einnig að finna hér að neðan. Um er að ræða tvær útgáfur:

Stefnumótun LK 2003

Stefnumótun í nautgriparækt er mikilvægt leiðarljós hérlendis fyrir kúabændur sem og aðra sem starfa í og við nautgriparækt. Hér má sjá stefnumótunina í heild sinni (ath. skjalið er 15 Mb. og því þungt að hlaða því niður).