Beint í efni

Stefnumótun Landssambands kúabænda 2018-2028 kom út árið 2018. Er hún í tvennu lagi, annars vegar fyrir mjólkurframleiðslu og hins vegar nautakjötsframleiðslu. Var vinnan lögð fyrir aðalfund LK í apríl 2018 og kynnt fyrir bændum á haustfundum samtakanna í október 2018. 

Þrátt fyrir að vinnu við stefnumörkunina sé formlega lokið, er mikilvægt að gera sér grein fyrir að í raun lýkur slíkri vinnu aldrei. Nú tekur við það verkefni að hrinda henni í framkvæmd. Þá er og mikilvægt að endurmeta stöðuna á hverjum tíma, sem taki mið af síbreytilegum aðstæðum.