
Bændasamtökin vinna að hagsmunum allra bænda og eru málsvari stéttarinnar.
Sterk og öflug Bændasamtök eru lykill að því að rödd bænda heyrist skýrt og greinilega þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þeirra. Bændur verða að standa vörð um sín málefni og láta ekki sitt eftir liggja í hagsmunabaráttunni. Hagsmunabaráttan gerist ekki að sjálfu sér og verða bændur, allir sem einn, að láta sig málin varða.
Það dýrmætasta sem felst í félagsaðildinni er samtakamátturinn.
Bændasamtökin vinna fyrir hönd félagsmanna að búvörusamningum, hagsmunagæslu, vöktun og samskipti við ráðuneyti og aðrar stofnanir. Vinnan sem býr að baki er ekki alltaf sýnileg en hún er mjög mikilvæg fyrir alla bændur í landinu.
Félagsmenn Bændasamtakanna eru forsendan fyrir þessu öfluga starfi.
Hver er ávinningurinn af því að vera í Bændasamtökunum?
- Aðild félagsmanna eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins.
- Félagsmenn eru þátttakendur í samtökum bænda og geta haft áhrif á félagsstarfið í gegnum deildafundi eða í beinu sambandi við skrifstofu BÍ.
- Félagsmenn njóta ráðgjafar um réttindi og málefni sem snerta bændur.
- Bændasamtökin koma fram fyrir hönd þína gagnvart ríkisvaldinu og gera samninga fyrir bændur.
- Tryggingapakki í gegnum Sjóvá. Sjá nánar hér
- Félagsmenn njóta veglegra afslátta af vissum forritum RML - sjá verðskrá RML
- Félagsmenn fá niðurgreiðslu af ferðaávísunum í gegnum orlofsvef okkar sem er aðgengilegur í gegnum Mínar síður.
Það ættu allir bændur að vera félagar í Bændasamtökum Íslands!
Starfsemi Bændasamtaka Íslands er fjármögnuð af félagsgjöldum félagsmanna fyrst og fremst, auk ýmissa verkefnatengdra framlaga.
Félagsgjöld til Bændasamtakanna eru þrepaskipt samkvæmt eftirfarandi skiptingu sem tekur mið af veltu af landbúnaðarstarfsemi (samþykkt á Búnaðarþingi 2024).
Veltan miðast alltaf við frumframleiðslu í hverri grein og er þar átt við kjötinnlegg, beingreiðslur, mjólkurinnlegg, jarðræktarstyrki, heysölu, sölu á trippum 0-4 vetra og folatolla svo eitthvað sé nefnt.
Veltan er tekjutala rekstursins en ekki heildarafkoma hans. Mikilvægt er líka að skrá rétta veltu milli búgreina ef stundaður er blandaður búskapur.
Samanlögð veltutala hverrar búgreinar er notuð til að reikna fjölda Búnaðarþingsfulltrúa sem hver búgrein hefur rétt á að senda á Búnaðarþing.
Tveir aðilar sem standa að búskapnum geta verið saman á félagsgjaldi svo að mikilvægt er að ekki sé bara einn skráður fyrir félagsgjaldinu ef fleiri koma að.
Félagsgjöld 2025

Ert þú með spurningar vegna félagsgjaldanna?
Hafðu samband við okkur í gegnum bondi@bondi.is eða í síma 563-0300.
Við hjálpumst svo að við að leysa úr þínum þörfum.