Beint í efni

Sterk og öflug Bændasamtök eru lykill að því að rödd bænda heyrist skýrt og greinilega þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þeirra. Bændur verða að standa vörð um sín málefni og láta ekki sitt eftir liggja í hagsmunabaráttunni.

Það dýrmætasta sem felst í félagsaðildinni er samtakamátturinn. 

Óteljandi vinnustundir fara í búvörusamninga, hagsmunagæslu, vöktun og samskipti við ráðuneyti og stofnanir svo eitthvað sé nefnt. Þær vinnustundir eru ekki alltaf sýnilegar en sannarlega finna bændur fyrir þessari vinnu á eigin skinni. Samtökin gæta að hagsmunum þínum og réttindum og þegar raunveruleg þörf er á standa Bændasamtökin þétt við bak félagsmanna sinna. 

Hver er ávinningurinn af því að vera í Bændasamtökunum?

  • Bændasamtökin vinna að hagsmunum allra bænda og eru málsvari stéttarinnar.
  • Þú ert þátttakandi í samtökum bænda og getur haft áhrif á félagsstarfið
  • Þín aðild eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins
  • Þú nýtur ráðgjafar um réttindi og málefni sem snerta bændur
  • Bændasamtökin koma fram fyrir þína hönd gagnvart ríkisvaldinu og gera samninga fyrir bændur
  • Þú nýtur 30% afsláttar af vissum forritum BÍ - sjá verðskrá RML
  • Þú getur leigt orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu

Það ættu allir bændur að vera félagar í Bændasamtökum Íslands!

Starfsemi Bændasamtaka Íslands er fjármögnuð af félagsgjöldum félagsmanna, fyrst og fremst, auk ýmissa framlaga og verkefnatengdra framlaga. Félagsgjöld til Bændasamtakanna eru þrepaskipt samkvæmt eftirfarandi skiptingu sem tekur mið af veltu af landbúnaðarstarfsemi (samþykkt á Búnaðarþingi 2023):


Ert þú með spurningar vegna félagsgjaldanna?

Hafðu samband við okkur í gegnum bondi@bondi.is eða í síma 563-0300

Upplýsingar eru góðfúslega veittar í síma 563 0300, í gegnum Bændatorgið eða á netfangið bondi@bondi.is