Beint í efni

Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök. Þau eru málsvari bænda á opinberum vettvangi og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna.

Sterk og öflug Bændasamtök eru lykillinn að því að rödd bænda heyrist skýrt og greinilega þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þeirra.

Meginmarkmið samtakanna er að beita sér fyrir bættri afkomu bænda, betri rekstrarskilyrðum í landbúnaði auk þess að miðla upplýsingum og sinna fræðslu til sinna félagsmanna.

Þá gefa Bændasamtökin út Bændablaðið, sem er mest lesna dagblað landsins en því er dreift endurgjaldslaust víða um land, m.a. til allra félagsmanna í samtökunum. 

Á Búnaðarþingi 2024 var stefnumörkun Bændasamtakanna samþykkt af fulltrúm á þinginu en hana má nálgast hér fyrir neðan ásamt skjali um starfsemi BÍ í samþykktum þeirra.