Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru stofnuð á dögunum en aðild að samtökunum geta átt fyrirtæki sem hafa fengið útgefið rekstrar- og starfsleyfi til þauleldis á fiski á landi. Með þauleldi fisks á landi er átt við íslensk landeldisfyrirtæki sem ala fisk frá seiðum til slátrunar á landi eingöngu.