Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Bændasamtökunum styrk sem ætlað er að nota til sértækra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning við viðkvæma hópa í kjölfar Covid-19 faraldursins. Ráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafa undirritað samning þess efnis.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Nautgripabænda, ritaði grein í nýjasta Bændablaðið þar sem hún vakti athygli á slæmri stöðu nautakjötsframleiðslunnar. Frá árinu 2018 hefur afurðaverð til bænda lækkað um tæp 10% á meðan verð á nautakjöti í verslunum hefur hækkað um 15% og vísitala neysluverðs hækkaði um 18%.