Beint í efni

Búnaðarþing 2026

Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður haldið dagana 23. - 25.mars næstkomandi á Hótel Natura Reykjavík. Þingsetning er 23. mars klukkan 11.

Upplýsingar verða settar hér inn reglulega fram að Búnaðarþingi

Hægt að er að bóka gistingu á Natura þar sem samtökin hafa tekið frá herbergi. Takmarkaður fjöldi er í boði. Hlekkurinn verður virkur til 18. febrúar.

Morgunverður er innifalinn.

VSK er innifalinn í ofangreindum verðum. Gistináttaskattur leggst ofan á ofangreind verð. Gistináttaskattur fyrir árið 2026 er 800 ISK fyrir hvert herbergi, hverja nótt.

Tímasetningar og frestir

Kjörgengi

Einungis fullgildir félagsmenn skv 3. gr. samþykkta BÍ geta boðið sig fram. Félagatal miðast við 19. janúar 2026 og kjörgengi hefur hver sá sem skráður er í Bændasamtökin og greitt hefur félagsgjöld fyrir árið 2025 þann dag.
Það þýðir að hver sá sem ætlar að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir BÍ þarf að vera skráður í samtökin, vera búinn að skrá veltu sína og greiða félagsgjöld ársins 2025 fyrir lok dags 19. janúar 2026.
Á þetta við um öll trúnaðarstörf samtakanna, hvort sem um er að ræða framboð til formanns, stjórnar samtakanna eða deilda þeirra, seta á deildafundum og/eða Búnaðarþings sem og öll kjör á vegum samtakanna.


Ábendingar, spurningar og annað varðandi framboð til formanns, stjórnar eða varastjórnar skal senda á kjorstjorn@bondi.is

Í kjörstjórn eru Anna Bára Bergvinsdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir og Jón Egill Jóhannsson

Upplýsingar um framboð

Eyðublöð

Innsending tillagna
Bændasamtökin kalla eftir málum til afgreiðslu á deildarfundi. Allir fullgildir félagsmenn BÍ geta sent inn tillögur á deildarfund, sem og Búnaðarþing en notast skal við rafrænt innsendingarform sem finna má hér. Opnað hefur verið fyrir innsendingu en tillögur skulu berast eigi síðar en kl.12:00 á

Kosning fulltrúa
Kosning deildarfundafulltrúa inn á þingið verður rafræn og hefst kl. 12:00 á hádegi mánudagsins 2. febrúar og lýkur kl. 12:00 á hádegi 4. febrúar. Notast verður við rafræn skilríki og getur hver félagsmaður einungis kosið einu sinni og einungis innan sinnar kjördeildar. Hlekkur á kosningu verður birtur inn á Mínum síðum þegar nær dregur.