
Búnaðarþing 2026
Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður haldið dagana 23. - 25.mars næstkomandi á Hótel Natura Reykjavík. Þingsetning er 23. mars klukkan 11.
Upplýsingar verða settar hér inn reglulega fram að Búnaðarþingi
Hægt að er að bóka gistingu á Natura þar sem samtökin hafa tekið frá herbergi. Takmarkaður fjöldi er í boði. Hlekkurinn verður virkur til 18. febrúar.
Morgunverður er innifalinn.
VSK er innifalinn í ofangreindum verðum. Gistináttaskattur leggst ofan á ofangreind verð. Gistináttaskattur fyrir árið 2026 er 800 ISK fyrir hvert herbergi, hverja nótt.
Tímasetningar og frestir

Kjörgengi
Einungis fullgildir félagsmenn skv 3. gr. samþykkta BÍ geta boðið sig fram. Félagatal miðast við 19. janúar 2026 og kjörgengi hefur hver sá sem skráður er í Bændasamtökin og greitt hefur félagsgjöld fyrir árið 2025 þann dag.
Það þýðir að hver sá sem ætlar að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir BÍ þarf að vera skráður í samtökin, vera búinn að skrá veltu sína og greiða félagsgjöld ársins 2025 fyrir lok dags 19. janúar 2026.
Á þetta við um öll trúnaðarstörf samtakanna, hvort sem um er að ræða framboð til formanns, stjórnar samtakanna eða deilda þeirra, seta á deildafundum og/eða Búnaðarþings sem og öll kjör á vegum samtakanna.
Ábendingar, spurningar og annað varðandi framboð til formanns, stjórnar eða varastjórnar skal senda á kjorstjorn@bondi.is
Í kjörstjórn eru Anna Bára Bergvinsdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir og Jón Egill Jóhannsson
Upplýsingar um framboð
Eyðublöð
Innsending tillagna
Bændasamtökin kalla eftir málum til afgreiðslu á deildarfundi. Allir fullgildir félagsmenn BÍ geta sent inn tillögur á deildarfund, sem og Búnaðarþing en notast skal við rafrænt innsendingarform sem finna má hér. Opnað hefur verið fyrir innsendingu en tillögur skulu berast eigi síðar en kl.12:00 á
Framboð formanns
Samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands er formaður kosinn á tveggja ára fresti, til tveggja ára í senn, með rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna.
Framboðsfrestur til formanns er til loka dags 2. mars 2026. Framboð til formanns skulu tilkynnast til kjörstjórnar í gegnum rafrænt eyðublað. Framboð verða birt eins fljótt og þau berast með kynningu/umfjöllun um hvern frambjóðanda á öllum miðlum Bændasamtaka Íslands.
Hver frambjóðandi fær úthlutað plássi í Bændablaðinu til að kynna sig og sín málefni (ca. 600 orða grein), í eftirfarandi tölublöðum Bændablaðsins, sem kemur út dagana 29. janúar, 12. febrúar, 26. febrúar og 12. mars.
Kosning til formanns mun fara fram dagana fyrir Búnaðarþing og verður nánari dagsetning hvenær kosningar fara fram auglýst síðar en samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna telst formaður sjálfkjörinn, sé einungis einn frambjóðandi til formanns þegar frestur til framboðs rennur út.
Kosning stjórnar og varastjórnar
Samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands eru sex stjórnarmenn kosnir á Búnaðarþingi á tveggja ára fresti, til tveggja ára í senn.
Að loknu kjöri stjórnarmanna skal, samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands, kjósa fimm varamenn í stjórn til tveggja ára í senn.
Framboð til stjórnar og varastjórnar skal tilkynnt kjörstjórn og er heimilt að bjóða sig fram á Búnaðarþingi fyrir þann frest sem þingforseti tilkynnir. Gert er ráð fyrir því að frambjóðendur hafi kost á að kynna sig á Búnaðarþingi en til að hægt sé að stilla upp dagskrá m.t.t. þessa er þess vænst að framboð berist fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 20. mars, hyggist frambjóðandi halda framboðsræðu. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu tilkynnast í gegnum rafrænt eyðublað. Framboð verða birt eins fljótt og þau berast með kynningu/umfjöllun um hvern frambjóðanda á öllum miðlum Bændasamtaka Íslands.
Framboð fulltrúa á deildarfund nautgripa- og sauðfjárbænda
Félagsmenn sem hyggjast bjóða sig fram eru hvattir til að fara að huga að því, en allir frambjóðendur þurfa að senda inn formlegt framboð í gegnum rafrænt skráningarform. Framboð þarf að liggja fyrir eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi 26. janúar 2026 ef viðkomandi vill að nafn sitt birtist á kjörseðli.
Kosning fulltrúa
Kosning deildarfundafulltrúa inn á þingið verður rafræn og hefst kl. 12:00 á hádegi mánudagsins 2. febrúar og lýkur kl. 12:00 á hádegi 4. febrúar. Notast verður við rafræn skilríki og getur hver félagsmaður einungis kosið einu sinni og einungis innan sinnar kjördeildar. Hlekkur á kosningu verður birtur inn á Mínum síðum þegar nær dregur.
Félagatal Bændasamtaka Íslands verður birt inn á Mínum Síðum BÍ, eigi síðar en 26. janúar nk.
Framboð Búnaðarþingsfulltrúa nautgripabænda
Búnaðarþingsfulltrúar nautgripabænda eru kosnir af deildarfundarfulltrúum í rafrænni kosningu, þegar fulltrúalisti deildarfundar liggur fyrir. Varabúnaðarþingsfulltrúar eru kjörnir í kjölfarið. Fulltrúar Búnaðarþings eru hins vegar ekki skyldugir til að vera þeir sömu og fulltrúar deildarfundar. Óskað er því eftir framboðum til setu á Búnaðarþingi fyrir hönd deildar Nautgripabænda. Framboðsfrestur er til kl. 10:00 þann 6. febrúar 2026 og skal skila inn framboðum rafrænt.