Beint í efni

Fagráð móta stefnu í kynbótum og þróunarstarfi viðkomandi búgreinar, skilgreina ræktunarmarkmið og setja reglur um framkvæmd meginþátta ræktunarstarfsins. Enn fremur móta þau tillögur um stefnu í fræðslumálum og rannsóknum búgreinarinnar og fjalla um önnur mál sem vísað er þangað til umsagnar og afgreiðslu. Í fagráðum skulu sitja menn úr hópi starfandi bænda. Þá skal landsráðunautur sitja í fagráði og jafnframt skulu sitja í fagráðum eða starfa með þeim sérfróðir aðilar. Fagráð skulu hljóta staðfestingu landbúnaðarráðherra að fenginni umsögn Bændasamtaka Íslands.

Samkvæmt Búnaðarlögunum er það í verkahring fagráðs hverrar búgreinar að meta þörf fyrir kynbótadóma og sýningar búfjár í viðkomandi búgrein og gera tillögur til Bændasamtaka Íslands og viðkomandi aðildarfélaga um dómstörf og sýningarhald.

Fagráð í hrossarækt skipa:

Nanna Jónsdóttir
Félag hrossabænda/Búgreinadeild hrossabænda - Formaður fagráðs

Elsa Albertsdóttir
BÍ/RML - Ritari fagráðs

Birna Tryggvadóttir Thorlacius, Garðshorni - Þelamörk
LH í umboði Félags hrossabænda/Búgreinadeild hrossabænda

Mette Camila Moe Mannseth
FT í umboði Félags hrossabænda /Búgreinadeild hrossabænda

Erlendur Árnason, Skíðbakka III

Kristbjörg Eyvindsdóttir, Grænhól
Félag hrossabænda/ Búgreinadeild hrossabænda

Sveinn Ragnarsson
BÍ/Tilnefndur af Landbúnaðarháskólanum

Ágúst Sigurðsson, Kirkjubæ
Félag hrossabænda/Búgreinadeild hrossabænda