Beint í efni
Grunnupplýsingar um nautgriparækt á Íslandi

– uppfært 5. júlí 2023 –

Verðlagsnefnd búvara tók ákvörðun þann 20. júní 2023 um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli. Heildsöluverð á öðrum mjólkurvörum hélst óbreytt.

Eftirfarandi verðbreytingar tóku gildi þann 1. júlí 2023:

  • Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkaði um 0,99%, úr 124,96 kr./ltr í 126,20 kr./ltr.
  • Heildsöluverð á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli hækkaði um 0,88%, úr 140,48 kr./ltr í 141,72 kr./ltr.
  • Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkaði síðast 12. apríl 2023 um 3,6%

Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í mars 2023. Frá síðustu verðákvörðun til júnímánaðar 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 0,99%. Heildsöluverð á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli hækkar um það sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa. Heildsöluverð á öðrum mjólkurvörum verður óbreytt.

Beingreiðslur fyrir mjólk innan greiðslumarks á verðlagsárinu 2023 eru áætlaðar alls 2.507,3 m.kr. og fyrir alla innvegna mjólk 2.941,9 m.kr.

Gripagreiðslur mjólkurkúa eru áætlaðar 1.733,3 m.kr. árið 2023.
Gripagreiðslur holdakúa eru áætlaðar 305,9 m.kr. árið 2023.

Heildargreiðslumark verðlagsársins 2023 er 149.000.000 lítrar og skiptist það á milli u.þ.b. 500 greiðslumarkshafa. Þegar LK var stofnað 4. apríl árið 1986 voru mjólkurframleiðendur 1.822.

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði gera tillögu að greiðslumarki í samræmi við þróun á sölu mjólkurafurða undanfarna 12 mánuði, söluhorfur á næsta verðlagsári, þróun á birgðastöðu og þróun á efnainnihaldi innleggsmjólkur. Ákvæði um ákvörðun greiðslumarksins er að finna í 52. gr. búvörulaga nr. 99/1993.

Greiðslumark hvers árs er ákveðið með reglugerð sem sett er af sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, síðar Matvælaráðherra. Reglugerð 2023 er að finna hér.

Samning um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar frá 2019 má finna hér.
Samning um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar frá 2016 má finna hér.

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 348/2022 er að finna hér.

Reglugerð um velferð nautgripa, nr. 1065/2014 er að finna hér.
Í mars 2022 var breytingarreglugerð nr. 379/2022 á reglugerð um velferð nautgripa undirrituð.

Hér er að finna mánaðarlegar niðurstöður afurðaskýrsluhalds RML.

Hér er að finna upplýsingar um verðlagsnefnd búvara, fundargerðir og verðlagsgrundvöll kúabús.

Hér er að finna upplýsingar um framkvæmdanefnd búvörusamninga og fundargerðir nefndarinnar.  

Hugmyndir að fleiri efnisatriðum á þessari síðu má senda á gudrunbjorg@bondi.is