Beint í efni

Bændasamtök Íslands (hér eftir Bændasamtökin eða samtökin) eru félagasamtök sem vinna að bættum hag félagsmanna sinna. Bændasamtökin hafa lögheimili í Borgartúni 25, 105 Reykjavík.

Almennt

Bændasamtökin bera ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi sinni og leggja mikið upp úr því að tryggja öryggi persónuupplýsinga félagsmanna.

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Bændasamtökin sjá til þess að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög. Stefna samtakanna er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem félaginu ber að veita félagsmönnum.

Bændasamtökin ábyrgjast að nýta sér ekki upplýsingar um félagsmenn á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt. Með því að veita okkur persónuupplýsingar eftir að hafa kynnt þér persónuverndarstefnuna okkar, samþykkir þú skilmála og skilyrði stefnunnar.

Persónuverndarlöggjöf

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Lögin taka m.a. til vörslu, vinnslu og miðlunar slíkra upplýsinga.

Ábyrgð

Bændasamtökin bera ábyrgð á skráningu og vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi sinni. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu þessa skal hafa samband við samtökin, sjá tengiliðaupplýsingar hér neðar. 

Skráning og notkun persónuupplýsinga

Bændasamtökin vinna með persónugreinanleg gögn um einstaklinga, starfsmenn jafnt sem félagsmenn, og vistar í upplýsingakerfum sínum.

Við skráningu félagsmanna óska samtökin eftir nafni, netfangi, símanúmeri, heimilisfangi, kennitölu og öðrum upplýsingum eftir atvikum sem nauðsynlegar eru til að samtökin geti veitt þá þjónustu sem óskað er eftir. Söfnunin byggist á samkomulagi aðila um félagsaðild að samtökunum og skal ekki ganga lengra en þörf er á.

Bændasamtökin vista og vinna eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru til að veita og bæta þjónustuna eða heimilt er að vinna samkvæmt lögum.

Þegar þú nýtir þjónustu BÍ eða skráir upplýsingar um þig hjá samtökunum samþykkir þú söfnun og notkun upplýsinga í samræmi við þessa stefnu. Eftir að hafa kynnt þér persónuverndarstefnu samtakanna og veitt upplýsingar um þig hjá samtökunum samþykkir þú skilmála þessa. Komi í ljós að persónuupplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.

Miðlun

Rík áhersla er lögð á ábyrga vörslu persónuupplýsinga. Bændasamtökin áskilja sér rétt til að deila persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum vegna miðlunar gagna úr skýrsluhaldsforritum samkvæmt lögum, reglugerðum og samkomulagi við Búnaðarstofu Matvælastofnunar vegna opinbers skýrsluhalds. Einnig til aðila sem koma að tæknilegu viðhaldi eða greiðsluþjónustu að því marki sem nauðsynlegt er. Persónuupplýsingar eru að öðru leyti óaðgengilegar öðrum en starfsfólki samtakanna sem koma að þjónustu þeirri sem er veitt og eru þeir aðilar bundnir fullum trúnaði.

Aðeins eru veitt aðgengi að upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að ná framangreindum markmiðum. Samtökin ábyrgjast að slíkir þriðju aðilar viðhafi fullan trúnað.

Öryggi

Bændasamtökin leggja ríka áherslu á að vernda allar persónuupplýsingar. Samtökin munu tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef öryggisbrot á sér stað sem hefur í för með sér verulega hættu fyrir öryggi þinna persónuupplýsinga. Öryggisbrot er skilgreint sem brestur á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða þess að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur verði veittur að þeim í leyfisleysi.

Varðveisla persónuupplýsinga

Bændasamtökin reyna eftir fremsta megni að halda upplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum. Samtökin fara reglulega yfir allar persónuupplýsingar og endurskoða hvort heimilt sé að varðveita þær.

Samtökin varðveita persónuupplýsingar í að hámarki þrjú ár frá úrsögn úr samtökunum nema samtökin hafi heimild til að varðveita þær lengur í þeim tilgangi að uppfylla lagaskyldu eða gæta lögmætra hagsmuna. Ef samtökin telja að þörf verði fyrir upplýsingarnar síðar til að uppfylla lagaskyldur gagnvart stjórnvöldum eða öðrum, eða til að vernda lögmæta hagsmuni munu samtökin taka afrit og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsynlegt er. Aðrar persónuupplýsingar sem afhentar eru samtökunum, t.d. í tengslum við starfsumsókn, skulu varðveittar að hámarki í 6 mánuði.

Vafrakökur (e. browser cookies)

Umferð um vefsvæði samtakanna er mæld m.a. með því að nota vefkökur en þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar og er ekki safnað hjá samtökunum. Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun og þær eru aðeins aðgengilegar okkur sem nafnlausar fjöldatölur.

Réttindi þín

Bændasamtökin veita einstaklingum sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem fyrirtækið vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn uppfylli sú ósk ákvæði persónuverndarlaga. Félagsmenn eiga rétt á og geta óskað eftir eftirfarandi upplýsingum með því að senda skriflega fyrirspurn á bondi@bondi.is:

  • hvaða upplýsingar eru skráðar,
  • hvernig upplýsingarnar eru unnar,
  • að fá persónuupplýsingar leiðréttar/uppfærðar,
  • að andmæla/takmarka vinnslu og hvernig upplýsingarnar eru unnar,
  • upplýsingum sé eytt, ef ekki er málefnaleg ástæða til að varðveita þær,
  • að fá afhentar þær upplýsingar sem félagsmenn hafa látið samtökunum í té
  • að fá persónuupplýsingarnar fluttar til annars aðila með þeim réttindum og takmörkunum sem lög setja,
  • að afturkalla samþykki til vinnslu,
  • að fá upplýsingar um hvort sjálfvirk ákvarðanataka fari fram og rökin sem þar liggja að baki.

Beiðnin verður tekin til greina innan hæfilegs tíma með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra setja. Gjald er tekið fyrir ljósritun ef farið er fram á fleiri en eitt afrit.

Tengiliðaupplýsingar

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu BÍ skal hafa samband við samtökin með einni af eftirfarandi leiðum: 

  • Netfang: bondi@bondi.is
  • Sími: 563-0300
  • Póstfang: Bændasamtök Íslands, Borgartún 25, 105 Reykjavík.

Lög og lögsaga

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

Breytingar á persónuverndarstefnu

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann að taka breytingum án fyrirvara. Bændasamtökin munu tilkynna breytingar á vefsíðu sinni.