
Almennar upplýsingar
Lyfjastofnun annast eftirlit með öllum lyfjasölum dýralækna. Meðal hlutverka Lyfjastofnunar er að veita dýralæknum nýjar óháðar upplýsingar um dýralyf. Frekari upplýsingar þar að lútandi má finna á www.lyfjastofnun.is
Lög og reglugerðir: Eftirfarandi lög og reglugerðir gilda um lyfjasölu dýralækna á Íslandi
Lög
- Lög nr 14/2022 um dýralyf
- Lyfjalög nr. 13/2020 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994, með síðari breytingum
- Lyfjalög nr. 93/1994
- Lög nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni
Reglugerðir
- Reglugerð nr. 730/2020, um gerð lyfseðla og ávísun lyfja
- Reglugerð nr. 539/2000, um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum
- Reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni
- Reglugerð nr. 426/1997, um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir
- Reglugerð nr. 945/2021, um hverjar vörur lyfsalar einir og læknar (dýralæknar), er rétt eiga eða leyfi hafa til lyfjasölu, mega hafa á boðstólum, selja eða afhenda, og um sölu vítamína og steinefni.
Lyf með markaðsleyfi á Íslandi:
Eru ekki öll sett á markað á Íslandi þrátt fyrir að markaðsleyfi sé fyrir þeim.
Hérna má sjá dýralyf með markaðsleyfi á Íslandi: Sérlyfjaskrá - Dýralyf
Aukaverkanir
Tilkynna skal um aukaverkun þó aðeins leiki grunur á að hún tengist lyfinu
Hægt er að tilkynna um aukaverkun með eftirfarandi hætti:
- Dýralæknar og dýraeigendur geta fyllt út rafrænt eyðublað á vef Lyfjastofnunar.
- Ef ekki er unnt að styðjast við eyðublaðið hér að ofan er hægt að tilkynna aukverkun til Lyfjastofnunar með því að senda tölvupóst til aukaverkun@lyfjastofnun.is eða hringja í síma 520 2100.
Lyfjaverðskrá
Lyfjagreiðslunefnd ákveður að fenginni umsókn hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum og öllum dýralyfjum í heildsölu og smásölu, sem eru með markaðsleyfi.
Nefndin gefur út lyfjaverðskrá mánaðarlega sem finna má hér: Lyfjagreiðslunefnd
Dýralæknar
Héraðsdýralæknar
Landinu er skipt í fjögur umdæmi. Í hverju umdæmi er umdæmisstofa MAST þar sem héraðsdýralæknir sinnir opinberu eftirliti með heilbrigði og velferð dýra og framleiðslu búfjárafurða á svæðinu.
Umdæmin eru: Suðvesturumdæmi, Norðurvesturumdæmi, Norðurausturumdæmi og Suðursumdæmi.
Frekari upplýsingar um hlutverk og starf héraðsdýralækna og hvernig hægt er að ná í viðkomandi héraðsdýralækni má finna á heimasíðu Mast.