Beint í efni

Nautastöð Bændasamtaka Íslands er á Hesti í Borgarfirði. Hún var formlega vígð 10. febrúar 2009. Þann 1. mars 2018 var rekstur stöðvarinnar færður á einkahlutafélag í eigu Bændasamtaka Íslands, NBÍ ehf. Árlega eru teknir á bilinu 120-170 þús. sæðisskammtar úr nautum á stöðinni og rúmlega 50 þúsund eru sendir til frjótækna um allt land. 

Í Nautastöðinni er aðstaða eins og best verður á kosið en stöðin uppfyllir kröfur ESB um útflutning á nautasæði. Árlega eru keyptir um 70 smákálfar að Nautastöð BÍ að Hesti.  Úr hverjum árgangi koma 22 til 30 naut til sæðistöku, önnur eru felld vegna ýmissa atriða s.s. að þau þroskist ekki, stökkva ekki eða mæður þeirra falla í kynbótamati.  Í stöðinni á Hesti eru 24 sæðisnautastíur, fimm stíur fyrir uppeldið, sem geta tekið kálfa og svo einangunarstöð sem tekur 12 kálfa (og stundum fleiri).

Forstöðumaður:
Sveinbjörn Eyjólfsson, sími: 437 0020, netfang: bull(hjá)bondi.is.
Fjósahirðir:
Íris Ármannsdóttir