Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stofnun Landssambands kúabænda

Stofnfundur Landssambands kúabænda var haldinn 4. apríl 1986. Fundarboðandi var Félagsráð Osta- og smjörsölunnar og var fundurinn haldinn í húsakynnum hennar. Fundinn sátu 20 fulltrúar frá 9 félögum kúabænda. Einnig fulltrúar frá Félagsráði Osta- og smjörsölunnar og fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi Íslands. Á fundinum var samþykkt að stofna Landssamband kúabænda og því settar samþykktir.
 

Eftirtaldir fulltrúar sátu stofnfundinn:

Frá Félagi kúabænda á Suðurlandi: Guðmundur Lárusson, Sigurður Steinþórsson, Guðjón Eggertsson, Egill Sigurðsson, Steingrímur Lárusson, Bergur Pálsson, Ómar H. Halldórsson og Kjartan Georgsson.

Frá Félagi kúabænda í Skagafirði: Jón Guðmundsson og Sverrir Magnússon.

Frá Félagi kúabænda á sunnanverðu Snæfellsnesi: Magnús Guðjónsson.

Frá Félagi húnveskra kúabænda: Halldór Guðmundsson og Jón Eiríksson.

Frá Félagi eyfirskra nautgripabænda: Oddur Gunnarsson og Benjamín Baldursson.

Frá Félagi kúabænda í Mýrasýslu: Þorkell Guðbrandsson.

Frá Hagsmunafélagi mjólkurinnl. á svæði við Búðardal: Vilhjálmur Sigurðsson.

Frá Félagi kúabænda í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar: Jón Gíslason.

Frá Mjólkursamlagi Kjalarnesþings: Pétur Lárusson og Sigurbjörn Hjaltason.

Fyrsta stjórn sambandsins var þannig skipuð:

Formaður; Hörður Sigurgrímsson. Meðstjórnendur; Guðmundur Þorsteinsson, Oddur Gunnarsson, Halldór Guðmundsson og Sturlaugur Eyjólfsson. Varamenn; Guðmundur Lárusson og Ólafur Þórarinsson.