Beint í efni

Stofnun Landssambands kúabænda

Stofnfundur Landssambands kúabænda var haldinn 4. apríl 1986. Fundarboðandi var Félagsráð Osta- og smjörsölunnar og var fundurinn haldinn í húsakynnum hennar. Fundinn sátu 20 fulltrúar frá 9 félögum kúabænda. Einnig fulltrúar frá Félagsráði Osta- og smjörsölunnar og fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi Íslands. Á fundinum var samþykkt að stofna Landssamband kúabænda og því settar samþykktir.
 

Eftirtaldir fulltrúar sátu stofnfundinn:

Frá Félagi kúabænda á Suðurlandi: Guðmundur Lárusson, Sigurður Steinþórsson, Guðjón Eggertsson, Egill Sigurðsson, Steingrímur Lárusson, Bergur Pálsson, Ómar H. Halldórsson og Kjartan Georgsson.

Frá Félagi kúabænda í Skagafirði: Jón Guðmundsson og Sverrir Magnússon.

Frá Félagi kúabænda á sunnanverðu Snæfellsnesi: Magnús Guðjónsson.

Frá Félagi húnveskra kúabænda: Halldór Guðmundsson og Jón Eiríksson.

Frá Félagi eyfirskra nautgripabænda: Oddur Gunnarsson og Benjamín Baldursson.

Frá Félagi kúabænda í Mýrasýslu: Þorkell Guðbrandsson.

Frá Hagsmunafélagi mjólkurinnl. á svæði við Búðardal: Vilhjálmur Sigurðsson.

Frá Félagi kúabænda í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar: Jón Gíslason.

Frá Mjólkursamlagi Kjalarnesþings: Pétur Lárusson og Sigurbjörn Hjaltason.

Fyrsta stjórn sambandsins var þannig skipuð:

Formaður; Hörður Sigurgrímsson. Meðstjórnendur; Guðmundur Þorsteinsson, Oddur Gunnarsson, Halldór Guðmundsson og Sturlaugur Eyjólfsson. Varamenn; Guðmundur Lárusson og Ólafur Þórarinsson.