
Um félagið:
Félag nautgripabænda við Breiðafjörð var stofnað 12. mars 2007. Það tók við af Mjólkursamlaginu í Búðardal sem var stofnað 1958 og var þá framleiðendafélag kúabænda á Skógarströnd og Dalasýslu og síðar bættust inn í félagið kúabændur í Barðastrandasýslum. Mjólkursamlagið í Búðardal hóf síðan starfsemi sína 18. mars 1964, en fram að þeim tíma hafði mjólkin verið flutt í Borgarnes. Félagið er hagsmunafélag kúabænda á svæðinu og hefur m.a. staðið fyrir mjólkurflutningunum, en hefur auk þess unnið að ýmsum hagsmunamálum bændanna s.s. samgöngumálum.
Stjórn 2022-2022 skipa:
- Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Lyngbrekku 2 (formaður)
- Gústaf Jökull Ólafsson, Miðjanesi (gjaldkeri)
- Guðrún Ester Jónsdóttir, Miðskógi