Loftslagsvegvísir bænda
"Íslenskir bændur vilja framleiða loftslagsvænustu afurðir í heimi án þess að ógna fæðuöryggi eða afkomuöryggi bænda. "
Í loftslagsvegvísi þessum varpa bændur fram loftslagsaðgerðum sem styrkja stoðir sjálfbærs reksturs býla gegnum betrumbætta afkomu bænda og bestun í rekstri. Grundvallarhugmyndafræðin var að aðgerðirnar gangi hvorki gegn fæðuöryggis- né velferðarsjónarmiðum og byggi þannig á þekkingu og reynslu bændasamfélagsins og tengdu fræðasamfélagi. Við vinnslu vegvísisins var þannig áhersla lögð á víðtæka samvinnu og yfirvegaða nálgun.
Aðgerðir vegvísisins snúast einna helst um bætta aðstöðu býla og rekstrarfyrirkomulag, sem endurspeglar þá áskorun sem felst í að 96% losunar í landbúnaði kemur frá lífrænum ferlum - ólíkt bruna olíu svo dæmi sé tekið. Vegvísirinn byggir því á lausnarmiðaðri nálgun og jákvæðum hvötum svo bændur geti stefnt að framleiðslu loftslagsvænustu afurða í heimi.
Fæðuöryggi
Íslenskur landbúnaður leikur lykilhlutverk í að tryggja fæðuöryggi í landinu, og þar með þjóðaröryggi á ólgutímum.
Matvælaöryggi
Heilsa neytenda skiptir okkur öll máli og fylgir því íslenskur landbúnaður ströngum reglum um hreinleika framleiðslu.
Sjálfbær rekstur
Trygg afkoma, heilsa og vinnuaðstæður bænda auk heilbrigði búfjár, plantna og jarðvegs skilar sér í auknum afköstum.
Losun tengd landbúnaði á íslandi
Íslenskir bændur vilja leggja sitt af mörkum við samdrátt og bindingu í tengdri losun eins og hún blasir við skuldbindingum stjórnvalda (losunarbókhald Íslands). Losun þessi skiptist annars vegar í losun sem bændur bera ábyrgð á í rekstri sínum, og hins vegar þá losun sem bændur geta haft bein áhrif á, þ.e. losun vegna landnotkunar.

Ákvörðunaferli skilgreindra aðgerða
Vanda verður til verka við innleiðingu framsettra aðgerða, og leggur bændastéttin ríka áherslu annars vegar á sannprófun lausna við viðeigandi aðstæður, og hins vegar á vilja allra hagaðila til endurskoðunar, skildu forsendur bresta.

Aðgerðir loftslagsvegvísis bænda
Aðgerðir loftlagsvegvísis bænda byggir á flokkun losunar í landbúnaði og tengdra lausna sem sannreyndar hafa verið, og jafnvel víðsvegar innleiddar með tilheyrandi árangri. Sótt var í reynslu bænda, þekkingagrunn RML og upplýsingar frá fræðasamfélagi landbúnaðarins við skilgreiningu aðgerðanna.

Aðgerðir Loftslagsvegvísis bænda
Samfélagslosun (ESR)
Losun sem bændur bera ábyrgð á
Við daglegan rekstur íslenskra býla fellur til losun vegna iðragerjunar, búfjáráburðar, áburðarnotkunar, nýtingu ræktunarlands sem og búvéla. Eftirfarandi aðgerðir varpa því fram lausnum sem bændur geta innleitt í rekstri sínum með tilheyrandi samdrætti í losun á hverja framleidda einingu afurða.
Búfé
Þrjár aðgerðir voru skilgreindar vegna losunar frá búfé, með samanlögðum 16,5% samdrætti á hverja framleidda einingu árið 2030. Áætlaður samdráttur vegna aðgerða tengdra iðragerjun er þar af 5,3% og 11,2% tengt meðhöndlun búfjáráburðar.

1. i. Búfjárrækt

1. ii Iðragerjun

1. iii. Búfjáráburður


Búvélar
Ein aðgerð var skilgreind vegna ólífrænnar losunar frá búvélum, með samanlögðum 18,9% samdrætti á hverja framleidda einingu árið 2030.
2. i. Orkunýtni og orkuskipti


Landnotkun til ræktunar
Tvær aðgerðir voru skilgreindar vegna losunar ræktunarlands, með samanlögðum 29,8% samdrætti á hverja framleidda einingu árið 2030. Áætlaður samdráttur vegna bættrar áburðarnýtingar er þar af 12,4% og 17,4% vegna betri nýtingar ræktunarlands.
3. i. Áburðarnotkun


3. ii. Nýting lands til ræktunar


Ræktun innanhúss
Ein aðgerð var skilgreind um betrumbætta aðfanganýtingu í ræktun innanhúss.
4. i. Aðfanganýting

Landnotkun (LULUCF)
Losun sem bændur geta haft áhrif á
Bændur nýta landbúnaðarland einna helst til framleiðslu matvæla og annarra afurða. Í daglegum rekstri geta bændur haft áhrif á losun á beitarsvæðum í úthaga (hluta losunar sem flokkast undir mólendi í losunarbókhaldi Íslands), og ræktuðu landi innan bújarða sinna, sem og á bindingu með stóraukinni þekju bændaskóga.
Landnotkun til bindingar
Þrjár aðgerðir voru skilgreindar um aukna bindingu gegnum bændaskóga, endurheimt votlendis sem ekki er nýtt til landbúnaðartendrar starfsemi og aukinnar bindingar í jarðvegi, t.a.m. með uppgræðslu og tilheyrandi hringrásarnýtingu lífrænna hliðarstrauma.
5. i. Bændaskógar

5. ii. Framræst ræktunarland


5. iii. Aukin binding í jarðvegi (e. carbon farming)

Landnotkun til beitar
Þrjár aðgerðir voru skilgreindar um aukna bindingu gegnum bændaskóga, endurheimt votlendis sem ekki er nýtt til landbúnaðartendrar starfsemi og aukinnar bindingar í jarðvegi, t.a.m. með uppgræðslu og tilheyrandi hringrásarnýtingu lífrænna hliðarstrauma.
6. i. Beitarnýting

Efnisval
- Loftslagsvegvísir bænda
- Aðgerðir Loftslagsvegvísis bænda
- Samfélagslosun (ESR)
- Búfé
- 1. i. Búfjárrækt
- 1. ii Iðragerjun
- 1. iii. Búfjáráburður
- 1. i. Búfjárrækt
- Búvélar
- 2. i. Orkunýtni og orkuskipti
- 2. i. Orkunýtni og orkuskipti
- Landnotkun til ræktunar
- 3. i. Áburðarnotkun
- 3. ii. Nýting lands til ræktunar
- 3. i. Áburðarnotkun
- Ræktun innanhúss
- 4. i. Aðfanganýting
- 4. i. Aðfanganýting
- Landnotkun (LULUCF)
- Landnotkun til bindingar
- 5. i. Bændaskógar
- 5. ii. Framræst ræktunarland
- 5. iii. Aukin binding í jarðvegi (e. carbon farming)
- 5. i. Bændaskógar
- Landnotkun til beitar
- 6. i. Beitarnýting
- 6. i. Beitarnýting
- Samfélagslosun (ESR)
- Af hverju Loftslagsvegvísir bænda?
- Tilgangur vegvísisins
- Hvað geta bændur gert?
- Tilgangur vegvísisins
Af hverju Loftslagsvegvísir bænda?
Tilgangur vegvísisins
Loftslagsvegvísir bænda er verkfæri sem hjálpar bændum að skilja og innleiða aðgerðir vegna loftslagsbreytinga. Markmiðið er að stuðla að sjálfbærni í landbúnaði, bæta umhverfisvernd og tryggja áframhaldandi landbúnaðarafkomu með umhverfisvænum aðgerðum.
Hvað geta bændur gert?
Bændur geta stuðlað að loftslagsvænum landbúnaði með því að nýta sjálfbærar aðferðir eins og rotmassa, lífvistkerfi, áburðarráðstafanir og vatnsstjórnun. Þeir geta einnig breytt ræktunartækni, plantað trjám, dregið úr mengun og endurnýta aðföng. Allt þetta stuðlar að kolefnisbindingu, verndun jarðvegs samhliða því að minnka neikvæð áhrif á loftslagsbreytingar.