Beint í efni

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur tekið ákvörðun um að leigja orlofsíbúð samtakanna til flóttamanna frá Úkraínu fram á sumar 2023.

Félagar í Bændasamtökum Íslands eiga rétt á aðgangi að Orlofsvef BÍ. Þar er haldið utan um útleigu á orlofsíbúð samtakanna í Þorrasölum í Kópavogi og notendur geta valið úr 50 tilboðum á gistingu á hótelum víða um land. Bókanir á hótelum fara þannig fram að notendur kaupa sk. ferðaávísanir og nota þær sem greiðslu á vefnum.

Inni á orlofsvefnum er líka afar hagstætt tilboð sem Hótel Ísland býður félagsmönnum BÍ.

BÍ er aðili að tilboðum orlofsvefsins ásamt fjölmörgum starfsmanna- og stéttarfélögum í landinu í gegnum orlofskerfið Frímann. Til þess að skoða tilboðin þarf að skrá sig í gegnum innskráningu island.is með rafrænum skilríkjum.

Orlofsíbúð BÍ í Kópavogi

Bændasamtökin eiga og reka íbúð í Kópavogi sem félögum í BÍ býðst að leigja til lengri eða skemmri tíma allt árið um kring til orlofsdvalar. 

Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 í Kópavogi og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Í Þorrasölum eru ný húsgögn og heimilistæki. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug og fjölbreyttar verslanir.

Leigutími getur verið frá einum sólarhring og upp í viku (hugsanlega lengur við sérstakar aðstæður). Skiptidagar eru alla daga nema laugardaga og sunnudaga.

Sængur eru í íbúðinni.

Lyklar af íbúðinni eru afhentir á staðnum. Sængurföt og handklæði eru ekki innifalin í leigunni. Hægt er að leigja þau hjá umsjónarmanni gegn vægu gjaldi.