
Íbúð Bændasamtakanna er komin í söluferli en hægt er að leigja hana frá 03. júlí til lok febrúar 2024
Opnað verður fyrir leigu lengur ef kostur gefst og það auglýst til félagsmanna.
Lyklana af íbúðinni má nálgast hjá Öryggismiðstöðinni, Askalind 1, 201 Kópavogi, milli 08:00 og 16:00 virka daga. Lyklunum skal skilað á sama stað.
Utan opnunartíma skal hringja í vaktsíma Öryggismiðstöðvarinnar: 530-2400.
Félagar í Bændasamtökum Íslands eiga rétt á aðgangi að Orlofsvef BÍ. Þar er haldið utan um útleigu á orlofsíbúð samtakanna í Þorrasölum í Kópavogi og notendur geta valið úr tilboðum á gistingu á hótelum víða um land. Bókanir á hótelum fara þannig fram að notendur kaupa sk. ferðaávísanir og nota þær sem greiðslu á vefnum.
BÍ er aðili að tilboðum orlofsvefsins ásamt fjölmörgum starfsmanna- og stéttarfélögum í landinu í gegnum orlofskerfið Frímann. Til þess að skoða tilboðin þarf að skrá sig í gegnum innskráningu island.is með rafrænum skilríkjum.
Orlofsíbúð BÍ í Kópavogi
Bændasamtökin eiga og reka íbúð í Kópavogi sem félögum í BÍ býðst að leigja til lengri eða skemmri tíma allt árið um kring til orlofsdvalar.
Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 í Kópavogi og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Í Þorrasölum eru ný húsgögn og heimilistæki. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug og fjölbreyttar verslanir.
Leigutími getur verið frá einum sólarhring og upp í viku (hugsanlega lengur við sérstakar aðstæður). Skiptidagar eru alla daga nema laugardaga og sunnudaga.
Sængur eru í íbúðinni en nauðsynlegt er að koma með sín eigin sængurföt og handklæði.
Lyklana af íbúðinni má nálgast hjá Öryggismiðstöðinni, Askalind 1, 201 Kópavogi, milli 08:00 og 16:00 virka daga. Lyklunum skal skilað á sama stað.
Utan opnunartíma skal hringja í vaktsíma Öryggismiðstöðvarinnar: 530-2400.