Beint í efni

Eitt af aðalverkefnum Nautgripabænda BÍ er að sinna markaðsmálum afurðanna. Í kjölfar skipulagsbreytinga í mjólkuriðnaði hefur FMMI orðið ábyrg fyrir starfseminni gagnvart Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Í nefndina skulu tilnefndir 4 fulltrúar, þ.a. einn frá búgreinadeild Nautgripabænda BÍ. Helsta verkefni FMMI er kynningarstarfsemi sem byggir undir jákvæð langtímaviðhorf gagnvart mjólkurvörum.

Þá heldur deildin úti sérstöku svæði fyrir uppskriftir og ýmis heilræði varðandi eldun á nautakjöti undir formerkjum Íslensks gæðanauts á vefsíðunni www.naut.is.


Nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, hefur verið tekið upp með breytingu á reglugerð nr. 882/2010 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða. Breytingin tók gildi 1. júlí 2017.


Undir þessum hlekk er hægt að nálgast samanburð á verðum fyrir hvern flokk, verðfellingu eftir fituflokkun og ýmsar aðrar upplýsinga um sláturleyfishafa.

ELDRI VERÐSKRÁR SLÁTURLEYFISHAFA

Verðskrá 1. desember 2020
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) heldur úti yfirliti yfir áburðarframboð á ári hverju. Excelskjalið sem finna má með því að ýta á titilinn hér að ofan er fengið frá þeim.