Beint í efni

Um félagið:

Nautgriparæktarfélag Vopnafjarðar var stofnað árið 1956. Þá komu saman nokkrir framfarasinnaðir bændur og keyptu kynbótanaut úr Mýrdalnum til ræktunar. Um 1970, með tilkomu djúpfrystingar á sæði, var ákveðið að senda mann á námskeið til að læra sæðingar og var bóndi úr sveitinni, Sigurður Ólafsson í Vatnsdalsgerði, fenginn til að taka þetta að sér og hefur hann séð um þennan þátt síðan.

Rekstur félagsins hefur aðallega snúist um sæðingar og hefur félagið alfarið séð um rekstur sæðinganna óháð Búnaðarsambandi Austurlands.

Stjórn 2022-2023 skipa:

  • Halldóra Andrésdóttir, Grænalæk (formaður)
  • Skúli Þórðarson, Refsstað (gjaldkeri)
  • Jóhann Björgvin Marvinsson, Svínabökkum (ritari)