Beint í efni

Félagsaðild

Aðildarfélög að Bændasamtökunum eru Vor - verndun og ræktun, Samtök ungra bænda, Beint frá býli og Búnaðarsambönd um allt land.

 Vor - verndun og ræktun:

VOR - verndun og ræktun er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða. 

Facebook-síða VOR er kynningar og umræðuvettvangur félagsmanna um málefni lífræns landbúnaðar og upplýsingaveita um lífrænt vottaðar, íslenskar afurðir og framleiðendur.

Stjórn:
Formaður:
 Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður
Netfang: verndunograektun@gmail.com
Sími: 899-6228

Guðmundur Ólafsson, ritari
Kristján Oddsson, gjaldkeri
Þórður G. Halldórsson
Guðfinnur Jakobsson

Samtök ungra bænda:

Stofnfundur Samtaka ungra bænda var haldinn föstudaginn 23. október 2009. Tilgangur samtakanna er að sameina unga bændur á Íslandi um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra. Jafnframt að vinna að bættri ímynd landbúnaðar með kynningar- og fræðslustarfi.

Formaður
Steinþór Logi Arnarson**,  Stórholt, 371 Búðardalur
Netfang: steinthor99@gmail.com og ungibondinn@gmail.com  - S: 859-1999

Aðrir stjórnarmenn
Ísak Jökulsson**, Ósabakki 1, 804 Selfoss
Netfang: isakjokulsson@gmail.com S: 778-0587

Jónas Davíð Jónasson**, Hlaðir 3, 604 Hörgársveit
Netfang: jonas3189@gmail.com S: 846-3189

Sunna Þórarinsdóttir*,  Keldudalur, 551 Sauðárkrókur
Netfang: thuridur94@gmail.com - S: 771-2602

Þuríður Lilja Valtýsdóttir, ** Stóra-Rimakot, 851 Hella
Netfang: thuridur94@gmail.com - S: 771-2602

Varastjórn
Guðmundur Bjarnason**, Uppsölum, 803 Selfoss
Helga Rún Steinarsdóttir*, Kirkjubæ, 701 Egilsstaðir
Helgi Valdimar Sigurðsson**, Skollagróf, 846 Flúðir

* = næst kosið 2025

** = næst kosið 2024

Beint frá býli:

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.

Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

Félagið var stofnað þann 29. febrúar 2008.

Aðalstjórn:

Hanna S. Kjartansdóttir, formaður - beint@beintfrabyli.is

Signe Ann-Charlotte Fernholm - beint@beintfrabyli.is

Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaformaður - arnheidur@bjarteyjarsandur.is

Guðmundur Jón Guðmundsson, gjaldkeri - gjaldkeri@beintfrabyli.is

Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, ritari - hannaoghordur@hotmail.com

Jóhanna B Þorvaldsdóttir, meðstjórnandi - haafell@gmail.com

Varastjórn:

Þórarinn Jónsson, hals@hals.is  

Freyja Magnúsdóttir, freyjamar@simnet.is

Til að hafa samband: Vinsamlega hafið samband við formann eða ritara félagsins. Einnig má senda fyrirspurn á  beint@beintfrabyli.is


Vefsíða: www.beintfrabyli.is

Búnaðarsambönd:

Í sveitum landsins hafa lengst af verið starfandi hreppabúnaðarfélög. Þau mynda búnaðarsambönd sem hvert um sig nær yfir eina eða fleiri sýslur. Á síðustu árum hafa víða orðið breytingar og nú er bakgrunnur búnaðarsambandanna misjafn. Sums staðar eiga búgreinafélög aðild að búnaðarsambandi og annars staðar eiga bændur beina aðild að búnaðarsambandi. Helstu verkefni búnaðarsambanda voru að veita faglega ráðgjöf um landbúnað en það hlutverk tók breytingum þegar ráðunautastarfsemi yfir allt land var sameinuð árið 2013 í Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem er í eigu Bændasamtakanna. Búnaðarsamböndin eru stéttarfélög bænda og þau sinna sérhæfðri þjónustu eins og bókhaldi og annast búfjársæðingar.

Sum búnaðarsambönd hafi myndað samtök sem ná til stærra svæðis, t.d. á Vesturlandi þar sem þrjú búnaðarsambönd mynda Búnaðarsamtök Vesturlands.

Búnaðarsamband Vestfjarða,

Búnaðarsamband Skagfirðinga, keldudalur@keldudalur.is

Búnaðarsamband Eyjafjarðar, gullbrekka@simnet.is

Búnaðarsamband S-Þingeyinga, haukur.marteinsson@gmail.com

Búnaðarsamband N-Þingeyinga, sthg@svalbardshreppur.is

Búnaðarsamband Austurlands, austur@bondi.is

Búnaðarsamband A-Skaftafellssýslu, austur@bondi.is

Búnaðarsamband Suðurlands, bssl@bssl.is

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, rhs@bondi.is

Hreppabúnaðarfélög
Starfsemi hreppabúnaðarfélaga er nokkuð mismunandi frá einu félagi til annars en víðast eru þau grunneiningar búnaðarsambandanna og þar með lykillinn að aðild hvers bónda að félagskerfi landbúnaðarins. Helstu verkefni hreppabúnaðarfélaganna hafa að öðru leyti verið að halda fræðslufundi, eiga og reka tæki, s.s. áburðardreifara og jarðvinnsluvélar, innheimta fyrir búnaðar- og ræktunarsambönd, útborgun jarðabótaframlaga, dreifing búfræðirita og fræðslu- og kynningarferðir.