Beint í efni

Landssamband kúabænda (LK) veitti í gegnum tíðina fjölda fjölda viðurkenninga til einstaklinga, stofnana og kúabúa. Búgreinadeild Nautgripabænda BÍ tók við keflinu þegar starfsemi LK rann undir starfsemi Bændasamtakanna. 

Viðurkenningar þessar eru ekki veittar á hverju ári.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þá aðila sem hlotið hafa viðurkenningar LK og síðar NautBÍ.

2023

Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ 2023: Hraunháls í Helgafellssveit

2022

Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ 2022: Stóru-Reykir í Flóa

Sigurður Loftsson hlaut heiðursviðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu nautgriparæktar í gegnum tíðina. Hann sat sem formaður Landssambands kúabænda árin 2009-2016 og sem formaður Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands (NautÍs) frá upphafi til ársins 2021.

Margrét Gísladóttir hlaut viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu nautgriparæktar. Hún sat sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda (LK) og síðar sérfræðingur innan BÍ árin 2016-2022. 

Arnar Árnason hlaut viðurkenningu fyrir starf sitt í þágu nautgriparæktar. Hann sat sem formaður Landssambands kúabænda árin 2016-2020.

2019

Fyrirmyndarbú LK 2019: Syðri Bægisá í Hörgársveit

2018

Fyrirmyndarbú LK 2018: Hrepphólar í Hrunamannahreppi

2017

Fyrirmyndárbú LK 2017: Espihóll í Eyjafjarðarsveit

2016

Fyrirmyndarbú LK 2016: Bryðjuholt í Hrunamannahreppi

2013

Magnús B. Jónsson, fv. skólastjóri og landsráðunautur í nautgriparækt fyrir óeigngjarnt starf í þágu íslenskra kúabænda og nautgriparæktar í áratugi.

2010

Elmar Sveinsson, kjötiðnaðarmaður hjá Norðlenska fyrir rétt sinn „El Toro“, sem er kryddað, grafið og þurrkað nautafillé. Veitt á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

2009

Þórólfur Sveinsson og Sigríður Inga Kristjánsdóttir, Ferjubakka II, fyrir þróttmikið og fórnfúst starf í þágu félagsmála kúabænda.

2008

Guðmundur Þorsteinsson og Helga Bjarnadóttir, Skálpastöðum, fyrir gott framlag til íslenskrar nautgriparæktar og félagsmála sem henni tengjast. Veitt á árshátíð kúabænda.

Hans Pétur Diðriksson og Karítas Þórný Hreinsdóttir, Helgavatni, fyrir vel unnin störf að íslenskri nautgriparækt og kynningu á henni. Veitt á árshátíð kúabænda.

Ólafur Eggertsson og Guðný J. Valberg, Þorvaldseyri, fyrir vel unnin störf að íslenskri nautgriparækt og kynningu á henni. Veitt á árshátíð kúabænda.

Páll Lýðsson og Elínborg Guðmundsdóttir, Litlu-Sandvík, fyrir gott framlag til íslenskrar nautgriparæktar, félagsmála sem henni tengjast og skráningu á sögu hennar. Veitt á árshátíð kúabænda.

Vilhjálmur Diðriksson og Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir, Helgavatni, fyrir vel unnin störf að íslenskri nautgriparækt og kynningu á henni. Veitt á árshátíð kúabænda.

2006

Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunautur, fyrir vel unnin störf að íslenskri nautgriparækt. Veitt á árshátíð kúabænda.

Kristján Gunnarsson, mjólkureftirlitsmaður, fyrir vel unnin störf við mjólkureftirlit. Veitt á árshátíð kúabænda.

Sigurður Árni Geirsson, kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands, fyrir rétt sinn „Tuddi ruddi nautakæfa“, sem er álegg. Veitt á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

Snorri Sigurðsson, búvísundur, fyrir vel unnin störf sem skipuleggjandi og fararstjóri í ferðum íslenskra kúabænda á Agromek.

2005

Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir, Gunnbjarnarholti, fyrir frumkvöðlastarf í uppbyggingu og framþróun íslenskra fjósa, rismikinn búskap og hugmyndaauðgi við eflingu félagsanda meðal kúabænda. Veitt á árshátíð kúabænda.

Guðmundur Lárusson, Stekkum II, fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu íslenskra kúabænda. Veitt á árshátíð kúabænda.

2004

Jóhann Gunnar Guðmundsson, kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands, fyrir rétt sinn „Kálfapate með rifsberjahlaupi“, sem er álegg. Verðlaunin voru veitt á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna

Ólöf Hallgrímsdóttir, Vogum, fyrir framúrskarandi árangur í mjólkurframleiðslu og frumkvæði á sviði félagsstarfa og búreksturs. Veitt á árshátíð kúabænda.

Sverrir Magnússon, Efra Ási, fyrir framúrskarandi árangur í starfi við nautgriparækt og fóðurframleiðslu. Veitt á árshátíð kúabænda.

2002

Gísli Pálsson, Hofi, fyrir góða bók um íslensku kúna. Veitt á árshátíð LK.

Jóhannes E. Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir, Hraunhálsi, fyrir framúrskarandi árangur í starfi við nautgriparækt. Veitt á árshátíð LK.

Jón Eiríksson og Sigurbjörg Geirsdóttir, Búrfelli, fyrir framúrskarandi árangur í starfi við nautgriparækt og ljósmyndun. Veitt á árshátíð LK.

Viktor Steingrímsson, kjötiðnaðarmaður, fyrir rétt sinn „Taðreykt nautarúllupylsu“, sem er krydduð nautasíða og unnin sem álegg. Veitt á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

2001

Félagsbúið Baldursheimi, fyrir framúrskarandi afurðamiklar kýr og góðan árangur í mjólkurframleiðslu síðustu áratugi. Veitt á árshátíð LK.

2000

Búnaðarsamband Suðurlands, fyrir frumkvæði í notkun nýrrar tækni við upplýsingamiðlun til kúabænda. Veitt á árshátíð LK.

Guðmunda Tyrfingsdóttir, Lækjartúni, fyrir góðan árangur í ræktun og umhirðu íslensku kýrinnar á löngum ferli sem kúabóndi. Veitt á árshátíð LK.

Oddur Árnason, kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli fyrir verðlaunarétt sinn: „Bláberja mjólkurkálfur“ sem er bláberjagrafinn mjólkurkálfavöðvi. Veitt á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

Óskar H. Gunnarsson, f.v. forstjóri Osta- og smjörsölunnar, fyrir vel unnin störf að markaðssetningu íslenskra mjólkurvara á þrjátíu og tveggja ára starfsferli sem forstjóri Osta- og smjörsölunnar. Veitt á árshátíð LK.

1998

Sigmundur Hreiðarsson, kjötiðnaðarmaður hjá K.Þ. Húsavík fyrir „NAUTA SNAKK“ – grind þurrkaðar flögur úr krydduðu nautafillet. Verðlaunin voru veitt á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

1996

Sigmundur Hreiðarsson, kjötiðnaðarmaður hjá K.Þ. Húsavík fyrir verðlaunarétt sinn „Kryddsaltaðaður reyktur nautavöðvi“. Verðlaunin voru veitt á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.