
Er hægt að skipta greiðslu félagsgjalda?
Það er hægt að greiða inn á kröfuna á heimabankanum þínum án kostnaðar. Ekki þarf að láta Bændasamtökin vita ef það er gert. Ekki er mælt með að greitt sé inná kröfuna oftar en 6 sinnum áður en hún er greidd að fullu.
Reiknast dráttarvextir á kröfuna?
Nei, það reiknast ekki dráttarvextir á kröfuna.
Hvar get ég fundið afrit af reikningnum mínum?
Hægt er að nálgast afrit af öllum reikningum undir rafrænum skjölum í netbankanum þínum. Þá er einnig að finna á Bændatorginu undir félagssíða og reikningar. Þar er bæði hægt að sjá greidda og ógreidda reikninga.
Hvað finn ég upplýsingar um hvað er innifalið í félagsgjaldinu?
Inni á heimasíðu Bændasamtakanna er góð samantekt um hvað felst í því að vera félagsmaður í Bændasamtökum Íslands. Hér er hægt að finna upplýsingar ásamt myndbandi frá opnum fundi fyrir félagsmenn um félagsgjaldið ásamt frekari upplýsingum.
Hvernig finn ég út hvað telst til veltu?
Í grunninn snýst veltan alltaf um hvað telst til frumframleiðslu í landbúnaði. Búgreinarnar eru eins misjafnar og þær eru margar en beingreiðslur, sláturinnlegg, folatollar og sala á tryppum 0-4 ára teljast til dæmist til frumframleiðslu og þar af leiðandi til veltu.
Hvernig veit ég hvaða aðilar eru með mér á félagsaðild?
Undir „félagssíða“ á Bændatorginu er að finna upplýsingar um tengda félaga. Mikilvægt er að hjón, sambýlisfólk og/eða aðrir sem standa að búskapnum séu skráð sem félagsmenn. Hægt er að bæta við félagsmanni með einföldum hætti með því að nýskrá viðkomandi á heimasíðu Bændasamtakanna eða hringja í okkur í síma 563-0300.
Hvað er aukaaðild?
Hún er þannig hugsuð að ef að fleiri en tveir standa að búrekstrinum þá geta þeir komið á svokallaða „aukaaðild“ með þeim sem eru fyrir á félagsaðildinni. Hún kostar 20.000 kr. á ári fyrir hvern aðila umfram þá tvo sem geta verið saman á venjulegri félagsaðild. Þessir aðilar eru með kosningarétt, hafa aðgang að Bændatorginu og að orlofskostum okkar svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig virkar hollvinaaðild?
Þeir sem skrá sig sem hollvinir eru í raun að styrkja hagsmunabaráttu íslensks landbúnaðar með beinum hætti. Árgjald hollvina er 20.000 kr. og fylgja því engin félagsleg réttindi, bara heiðurinn af því að styrkja Bændasamtök Íslands.
Ef þú finnur ekki það sem þú leitar eftir hvetjum við þig til að senda fyrirspurn á bondi@bondi.is eða hringja í 563-0300.