
Villa í uppfærslu á dk-Búbót
26.01.2010
Athygli notenda dkBúbótar er vakin á því að fundist hefur villa í uppfærslu 9.00A (send með tölvupósti 5. og. 7. janúar) og 9.00B/C (á geisladiski sem fór í póst í gær) í tengslum við breytingu á virðisaukaskatti. Villan er fólgin í því að þegar valið er bókhaldsárið 2009 eða eldra virðist forritið ekki lesa bókhaldsárið og notar nýju virðisaukaskattprósentuna 25,5% ef útbúin er færsla sem reiknar virðisaukaskatt, í stað 24,5% eins og á að gera. Villan hefur engin áhrif á færslur vegna bókhaldsársins 2010 eða eldri færslna. Forritarar dk-Hugbúnaðar vinna við lagfæringu og er vonast eftir nýrri útgáfu von bráðar.
Þeim sem ekki hafa nú þegar lesið inn nýju útgáfuna er bent á að ljúka virðisaukaskattsuppgjöri áður en nýja útgáfan er lesin inn eða bíða eftir nýrri útgáfu.