Vill 25-30 holdmeiri og feitari gripi á viku!
30.10.2010
Fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem er m.a. með vörumerkið Íslandsnaut og uppskriftasíðuna www.islandsnaut.is, stefnir nú enn lengra með þróun og markaðssetningu á nautakjöti og leitar því að kúabændum til samstarfs. Að sögn Leifs Þórssonar, framkvæmdastjóra Ferskra kjötvara, er fyrirtækið að sækjast eftir framsæknum kúabændum sem hafa áhuga á að ala holdmeiri og feitari gripi en gerist og gengur. „Við viljum gera samninga við nokkra bændur um eldi á holdmeiri og feitari gripum sem eru betur fallnir til vinnslu í góðar fitusteikur eins og ribeye entrecote, T-bein og
þess háttar“, sagði Leifur í viðali við naut.is.
25-30 gripir á viku á hærra verði!
Að sögn Leifs hefur fyrirtækið áhuga á að semja við nokkra kúabændur um afgreiðslu á 25-30 gripum á viku sem uppfylli kröfur fyrirtækisins um fituofna vöðva eða sk. innri fitu í vöðum. „Nautakjöt í slíkum gæðaflokki er okkur verðmætt og því erum við að tala um að borga þeim bændum sem vilja gera samninga við okkur hærra verð en sláturhúsin eru alla jafna tilbúin að greiða“, sagði Leifur.
Þeir kúabændur sem vilja fá nánari upplýsingar geta sent tölvupóst á Leif með því að smella hér.