Beint í efni

Víkverji og framleiðslukostnaður mjólkur

19.10.2006

Víkverji Morgunblaðsins finnur að því í dag að formaður Landssambands kúabænda skuli hafa nefnt nauðsyn þess að lækka framleiðslukostnað mjólkur. Sérstaklega er Víkverji mæddur yfir því að formaður LK skuli hafa talið koma til greina að flytja inn afkastameira kúakyn, raunar líklega sömu kúakyn og framleiða mjólkina sem leggur grunn að ostinum sem Víkverji og leiðarahöfundar Mbl. vilja fá að flytja til landsins. Í pistli sínum nefnir Víkverji að frekar eigi að horfa til þess að lækka verð á kjarnfóðri og olíu.  

Samkvæmt verðmódeli mjólkurframleiðslunnar er kjarnfóðurkostnaður á hvern lítra að meðaltali 8,75 kr/ltr.  Hráolíukostnaður er 2,14 kr/ltr.  Ef það tækist nú að lækka þessa kostnaðarliði hvorn um sig um 15 %, þá lækkaði það framleiðslukostnað mjólkur um 1,63 kr/ltr., og það væri mjög gott.
Lágmarksverð mjólkur til bænda er nú 47,45 kr/ltr. Ef hægt væri að lækka þann kostnað um 15 – 25 % % með því að taka notkun afkastameira kúakyn, þá er það lækkun um 7 til 12  kr/ltr. Við þurfum að lækka framleiðslukostnað mjólkur og höfum ekki efni á að horfa fram hjá þessum möguleika.