Beint í efni

Verðlisti fyrir ráðgjafaþjónustu í Danmörku

04.02.2010

Við samantekt á niðurstöðum búreikninga danskra kúabúa fyrr í dag, rakst undirritaður á verðlista einnar af ráðgjafamiðstöðvum búnaðarsambandanna dönsku. Hann má sjá í heild sinni hér, verð er án vsk. í öllum tilfellum. Almennt gjald fyrir ráðgjöf er 885 dkk/klst, á núverandi gengi eru það rúmlega 21 þús. kr. á tímann. Fyrir fóðuráætlanagerð eru greiddar 300 dkk pr. ársfjórðung og síðan fyrrgreint tímagjald, svipað fyrirkomulag er á gerð rekstaráætlana, nema að þar er fasta gjaldið 550 kr/ársfjórðung. Ef ráðgjöfin er á sviði umhverfismála, er tímagjaldið heldur hærra eða 1.000 dkk/klst.

Norfor fóðurefnagreiningar kosta 570 dkk/stk ef um NIR greiningu er að ræða, en 695 dkk/stk ef In vitro greining er notuð. Allar greiningar eru framkvæmdar af Eurofins Steins Laboratorium.