Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Verð á tilbúnum áburði lækkar á heimsmarkaði

18.06.2009

Eftir umtalsverðar hækkanir og miklar sveiflur á heimsmarkaðsverði á tilbúnum áburði síðaðsliðin 2-3 ár eru nú teikn á lofti um að verðið fari lækkandi.  Í Svíþjóð hefur áburðarverð þegar lækkað um 35 af hundraði,  samkvæmt ,,Landbrukets Affärdstidning".  Þessi lækkun hefur aftur leitt til þess að YARA í Noregi og Norsku Samkaupin (De norske Fælleskjöp) hafa samið um 30-40 % lækkun á áburðarverði til norskra bænda og tekur sú lækkun gildi frá og með 31. desember 2009. Verðlækkunin er breytileg eftir tegundum og er mest á þeim algengustu. Helstu orsakir  verðlækkunarinnar eru almenn verðlækkun á matvælum nú í kreppunni, efnahagshrunið og þar af leiðandi minni eftirspurn eftir áburði en vænst var.