Beint í efni

Verð á tilbúnum áburði lækkar á heimsmarkaði

18.06.2009

Eftir umtalsverðar hækkanir og miklar sveiflur á heimsmarkaðsverði á tilbúnum áburði síðaðsliðin 2-3 ár eru nú teikn á lofti um að verðið fari lækkandi.  Í Svíþjóð hefur áburðarverð þegar lækkað um 35 af hundraði,  samkvæmt ,,Landbrukets Affärdstidning".  Þessi lækkun hefur aftur leitt til þess að YARA í Noregi og Norsku Samkaupin (De norske Fælleskjöp) hafa samið um 30-40 % lækkun á áburðarverði til norskra bænda og tekur sú lækkun gildi frá og með 31. desember 2009. Verðlækkunin er breytileg eftir tegundum og er mest á þeim algengustu. Helstu orsakir  verðlækkunarinnar eru almenn verðlækkun á matvælum nú í kreppunni, efnahagshrunið og þar af leiðandi minni eftirspurn eftir áburði en vænst var.