Beint í efni

Valio með hafra-vörur

09.03.2018

Valio, samvinnufélag finnskra kúabænda, hefur nú hafið framleiðslu á nokkrum vörum sem allar eru byggðar á höfrum og ekki mjólk! Vörulínan kallast Valio Oddlygood™ og er um að ræða bæði drykki og þykkari vörur sem þá eru snæddar með skeið. Hinar nýju vörur eru samtengdar við aðrar vörulínur Valio og nýtir félagið þar með bæði sitt eigið þekkta vörumerki, sölukerfi og öfluga dreifingu og er áætlað að Valio nái góðri stöðu á markaðinum með hina nýju vörulínu.

Afurðafélagið leggur reyndar enn mesta áherslu á mjólkurvörur, en vill með þessu skrefi efla vöruframboð sitt og ná einnig til þess hóps neytenda sem er með mjólkuróþol eða af öðrum ástæðum neytir ekki mjólkur eða mjólkurvara segir í fréttatilkynningu Valio/SS.