Beint í efni

USA: 62% bænda nota Netið

23.08.2011

Í nýrri skýrslu bandaríska landbúnaðarráðuneytisins (USDA), kemur fram að 62% bandarískra bænda hafa aðgang að Netinu um þessar mundir. Það er aukning um 19% á 10 árum. Þó nýta einungis 7% bænda sér Netið til að nálgast upplýsingar frá tölfræðiskrifstofu ráðuneytisins, (National Agricultural Statistics Service) og 5% þeirra nota netið í öðrum samskiptum þeirra við ráðuneytið. Hér á landi er netnotkun bænda mun útbreiddari en vestanhafs, en yfir 90% bænda hér á landi hafa aðgang að Netinu og nýta það við dagleg störf.  

Tölfræðiskrifstofan safnar og miðlar gríðarlegu magni af gögnum er varða landbúnaðinn vestanhafs. Hægt er að gerast áskrifandi að fjölbreyttu efni, fá aðgang að mjög ítarlegu landupplýsingakerfi og mörgu fleiru.