Beint í efni

Upptökur frá framboðsfundinum í Hlégarði

17.04.2009

Fimmtudaginn 16. apríl sl. voru haldnir fjórir fundir á vegum Bændasamtakanna með bændum og frambjóðendum til Alþingis. Þátttaka var mjög góð en um 350 manns mættu á fundina til samans. Nú liggja fyrir upptökur úr Hlégarði af framsögum Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, og frambjóðenda flokkanna.

Stjórnmálaflokkarnir kynntu sínar áherslu á fundunum og voru þær jafn misjafnar og þær  voru margar. Umræður voru líflegar og sum staðar drógust fundirnir fram úr hófi og lauk ekki fyrr en að ganga miðnætti.

Málefnin sem voru til umræðu voru m.a. Evrópusambandsmálin, matvælafrumvarpið, heimaframleiðsla matvæla, rekstrarvandi bænda, búvörusamningar, raforkumál og ekki síst hin háskalega staða efnahagsmála sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Á meðfylgjandi mynd má sjá frambjóðendur í Suðvesturkjördæmi á fundinum í Hlégarði, en upptökurnar eru að finna í gegnum tenglana hér að neðan.

Haraldur Benediktsson (BÍ): http://boli.bondi.is/fyrirlestrar/landbunadardagur_apr_2009/haraldur/

Ögmundur Jónasson (VG):   http://boli.bondi.is/fyrirlestrar/landbunadardagur_apr_2009//1-ogmundur/

Pétur Guðmundsson (F):  http://boli.bondi.is/fyrirlestrar/landbunadardagur_apr_2009/2-gudmundsson/

Ragnheiður Fossdal (O)  http://boli.bondi.is/fyrirlestrar/landbunadardagur_apr_2009/3-ragnheidur_palssdottir/

Jón Gunnarsson (D)  http://boli.bondi.is/fyrirlestrar/landbunadardagur_apr_2009/4-gunnarsson/

Vigdís Hauksdóttir (B) http://boli.bondi.is/fyrirlestrar/landbunadardagur_apr_2009/5-vigdis_hugsdottir/

Magnús Orri Schram (S) http://boli.bondi.is/fyrirlestrar/landbunadardagur_apr_2009/6-magnus_orri_schram/