Sýnt frá mjöltum í Kastljósi RUV
28.02.2006
Mánudagskvöldið 27. febrúar var sýnt frá mjöltum í Kastljósi Sjónvarpsins. Sýnt var frá mjöltum í nýrri mjaltahringekju á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og voru umsjónarmenn þau Gísli Einarsson og Margrét Blöndal.
Rætt var við ábúendur á Hrafnagili, þá bræður Jón Elfar og Gretti Hjörleifssyni, Elínu Margréti Stefánsdóttur, bónda í Fellshlíð og Baldur Helga Benjamínsson, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda. Að lokum tók alþýðuhljómsveitin Hvanndalsbræður létt lag. Útsendingu Kastljóss má sjá á netinu fram til 12. mars n.k. með því að smella hér.