Stýrivextir Seðlabanka Íslands – lánakjör bankanna
16.05.2007
Stjórn Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að stýrivextir yrðu áfram óbreyttir, 14,25%. Dráttarvextir hafa, samkvæmt ákvörðun bankans frá síðustu mánaðamótum, verið heil 25%. Helstu ástæður óbreyttra stýrivaxta eru að verðbólga er enn langt yfir markmiðum bankans, veruleg spenna sé enn á vinnumarkaði, mikill viðskiptahalli og sterk eftirspurn í hagkerfinu.
Eins og alþekkt er, taka vextir t.d. af yfirdráttarlánum mið af stýrivöxtum SÍ. Í töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir kjörvexti víxla og vexti yfirdráttarlána til fyrirtækja hjá Kaupþingi, Landsbankanum, Glitni og Sparisjóðunum. Vaxtakjör eru oftast nær umsemjanleg og taka mið af rekstrarstöðu fyrirtækis, veðhæfni og fleiri atriðum.
Fjármálafyrirtæki | Kjörvextir víxla | Vextir af yfirdráttarlánum fyrirtækja |
Kaupþing | 16,75% | 22,35% |
Landsbankinn | 16,40% | 23,30% |
Glitnir | 16,60% | 23,45% |
Sparisjóðirnir | 16,75% | 23,40% |