Stjórnarfundir – 7. 2006-2007
04.03.2007
Stjórnarfundur LK haldinn í Bændahöllinni 4. mars 2007. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Guðný Helga Björnsdóttir, 1. varamaður Gunnar Jónsson í stað Jóhannesar Jónssonar og búnaðarþingsfulltrúi Birna Þorsteinsdóttir. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK ritaði fundargerð.
Fundur hófst kl. 10.15.
1. Úrvinnsla mjólkursamnings. Formaður reifaði minnisblað um ráðstöfun óframleiðslutengds stuðnings. Taka þarf afstöðu til tveggja hugmynda:
A. Um sérstakar aðgerðir til að vernda núverandi ,,holdakúastofna“ sem til eru í landinu. Einnig hvort við viljum yfirleitt greiða eitthvað út á nautakjöt af tilteknum gæðaflokkum. Fundarmenn á einu máli um að þessi leið sé ófær.
B. Brotið land. Land er víða notað sem stuðningsgrunnur. Inni í því er fjölskrúðug flóra, kornakrar, kartöflugarðar, línrækt, endurræktun, grænfóður o.s.frv. Ekki hægt að binda grænar greiðslur við eina ákveðna tegund, þá eru þær gular. Fundarmenn veltu þeim möguleika fyrir sér að þróa próteingjafa.
C. Flutningsjöfnun á mjólk. Greidd föst greiðsla út á mjólkurflutninga. Þarf frekari skoðunar.
D. Starfstemi RM gæti fallið undir grænan stuðning.
E. Þróunarfé. Tekjur af fóðurtollum féllu niður síðast liðið sumar. Til umræðu er stofnun Þróunarsjóðs LK og Mjólkursamsölunnar ehf. Framlag LK yrði 1/3 og MS 2/3. Náist ekki samstaða um hann verður að horfa á þann möguleika að nota hluta af óframleiðslutenda stuðningnum í þróunarfé.
F. Sameiginlegt markaðs- og kynningarátak.
G. Meira fé inn í sæðingastarfsemi.
2. Aðalfundur Fagráðs . Fundurinn verður haldinn 12. apríl á Akureyri eftir hádegið. Opinn öllum áhugamönnum um nautgriparækt.
3. Rætt um mál fyrir aðalfund: Úrvinnsla mjólkursamnings. Skýrsla um innflutningsverkefnið. Samþykktir LK, Kjaramálaályktun.
4. Umsögn um skilyrði LBS fyrir merkjum í nautgripi. Alþingi breyti lögum um varnarlínur frekar en að þessi arfavitlausa leið verði farin. Skilar engu nema kostnaði, óánægju og vandræðum.
5. Önnur mál:
Fram kom að Egill Sigurðsson og Jóhannes Jónsson muni ekki gefa kost á sér til stjórnarkjörs í Landssambandi kúabænda á komandi aðalfundi.
Opinn fundur Kaupþings á Akureyri fyrir fagráðsfund.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.05.
Baldur Helgi Benjamínsson