Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórn búgreinadeildar kúabænda ásamt formanni gefur áframhaldandi kost á sér

01.03.2022

Formaður kúabænda, Herdís Magna Gunnarsdóttir ásamt núverandi stjórn búgreinadeildar kúabænda gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Í stjórn búgreinadeildar kúabænda sitja:

 

Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli

Sigurbjörg Ottesen, Hjarðarfelli

Rafn Bergsson, Hólmahjáleiga

Vaka Sigurðardóttir, Dagverðareyri


Kjósa þarf stjórn á Búgreinaþingi sem haldið verður í Reykjavík dagana 3.-4. mars nk.

 

Formaður stjórnar

 

Herdís Magna Gunnarsdóttir
Egilsstöðum
Herdís er bóndi á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Hún er í gift Sigbirni Þór Birgissyni og saman eiga þau tvo syni. Herdís er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk BS. prófi frá LBHÍ og Háskólanum á Hólum árið 2012. Að námi loknu flutti Herdís austur og gekk inn í búsreksturinn með foreldrum sínum. Á Egilsstaðabúinu eru um 75 árskýr og talsverð nautakjötsframleiðsla. Herdís hefur verið formaður kúabænda síðan 2020.

Meðstjórnendur

Rafn Bergsson
Hólmahjáleigu

Rafn er bóndi í Hólmahjáleigu Rangárþingi-Eystra. Hann er giftur Majken E Jörgensen og eiga þau 2 börn. Rafn er menntaður bifvélavirki og vann mest við viðgerðir og járnsmíði en árið 2005 keyptu hann og Majken jörðina Hólmahjáleigu af foreldrum Rafns og hófu þar kúabúskap. Í dag eru á búinu um 50 mjólkurkýr, auk uppeldis gripa. Rafn hefur setið í stjórn frá 2018.  

 

 

Bessi Freyr Vésteinsson
Hofsstaðaseli

Bessi er bóndi og verktaki í Hofsstaðaseli Skagafirði. Hann er giftur Sólrúnu Ingvadóttir og eiga þau 3 uppkomin börn. Bessi hefur verið við búskap sl. 32 ár og í sérhæfðri nautakjötsframleiðslu sl. 11 ár. Um 250  holdanautakýr eru á búinu auk tilheyrandi gripa í uppeldi. Auk þess á Bessi og rekur fyrirtækið Sel ehf. sem þjónustar fjölda bænda um alla verkþætti sem unnið er með vélum í landbúnaði. Bessi hefur setið í stjórn frá 2016.

 

Vaka Sigurðardóttir
Dagverðareyri

Vaka er bóndi á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Hún er gift Haraldi Jónssyni og eiga þau fjóra syni. Vaka er menntaður búfræðingur frá Hvanneyri og stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Selfossi. Vaka hafði ásamt manni sínum starfað við landbúnað bæði norðan heiða og á suðurlandi áður en þau festu kaup á Brattavöllum á Árskógsströnd árið 2001, þar sem þau voru með 50 kýr og allt sem þeim tilheyrir. Þau keyptu svo Dagverðareyri árið 2013 og búa þar með 80 árskýr, auk gripa í uppeldi. Vaka er formaður Félags eyfirskra kúabænda og hefur setið í stjórn síðan 2020.

 

Sigurbjörg Ottesen
Hjarðarfelli

Sigurbjörg er bóndi á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi. Hún er gift Gunnari Guðbjartssyni og á hún þrjár dætur. Sigurbjörg og Gunnar reka Hjarðarfellsbúið sf. og eru í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Á Hjarðarfelli eru að jafnaði mjólkaðar um 45 kýr, ásamt tilheyrandi fjölda gripa í uppeldi.  Sigurbjörg er fædd og uppalin í landbúnaði, er búfræðingur frá Hvanneyri, ásamt því að vera menntuð sjúkraliði. Árið 2018 keypti hún tengdaforeldra sína út úr Hjarðarfellsbúinu sf., eftir að hafa starfað við búið í nokkur ár. Sigurbjörg hefur setið í stjórn síðan 2020 en er í fæðingarorlofi frá stjórnarstörfum til 1. júní.