Beint í efni

Starfshópur um endurskoðun aðbúnaðarreglugerðar

30.04.2010

Síðastliðinn vetur kom Landssamband kúabænda þeirri ósk á framfæri við ráðuneyti landbúnaðarmála að hafin yrði vinna við endurskoðun á reglugerð um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra. Ráðuneytið hefur nú skipað starfshóp sem skal sjá um verkefnið. Hópinn skipa Sigurborg Daðadóttir, MAST, Guðný Helga Björnsdóttir, LK, Snorri Sigurðsson, Lbhí og Unnsteinn Snorri Snorrason, BÍ.