Beint í efni

Stærsta mjaltaþjónabú heims í Rússlandi

03.08.2011

Stærsta mjaltaþjónabú Evrópu og Asíu er nú í þann mund að verða einnig stærsta mjaltaþjónabú í heimi í kjölfar enn frekari stækkunar. Það er hann Farid Rakhimov (sjá mynd) sem er svona stórtækur, í samvinnu við DeLaval, en fyrir var búið með 16 DeLaval mjaltaþjóna á kúabúinu Rakhimovo Farm við Kazan í Tatarstan, en Tatarstan liggur á mörkum Evrópu og Asíu og er hluti af Rússlandi.
 
Farid byggði upp búið árið 2009 og eftir einungis tveggja ára framleiðslu taldi hann tímabært að stækka svolítið en ein af forsendum stækkunarinnar var að eldri mjaltaþjónarnir verða allir uppfærðir í 2011 útgáfuna eins og hinir nýju. Eftir stækkun bús síns verður Rakhimovo búið með 32 mjaltaþjóna og 2.500 mjólkurkýr af Holstein kyni/SS.