Spá mikilli framleiðsluaukningu í Bandaríkjunum
16.03.2016
Ný framleiðsluspá bandarísku matvælastofnunarinnar USDA gerir ráð fyrir gríðarlega mikilli aukningu mjólkurframleiðslunnar þar í landi á næstu 10 árum. Alls spáir stofnunin því að framleiðslan muni vaxa um 23% á þessu tímabili og fari í 112 milljarða lítra mjólkur árið 2025.
Þessi mikla aukning skýrist fyrst og fremst af spá um stórauknar meðalafurðir kúa á þessu tímabili en spá USDA gerir ráð fyrir að árið 2025 verði meðalafurðirnar komnar í 12.000 lítra á ári. Þess má geta að framleiðsluspá fyrir Danmörku, sem gerð var fyrir tveimur árum, gerði ráð fyrir að meðalafurðirnar yrðu komnar í 11.000 lítra árið 2018 úr 9.500 lítrum. Sú spá er að ganga eftir og vel það, en meðalafurðirnar í Danmörku eru nú 10.366 kg og meðalafurðir svartskjöldóttra kúa 10.848 kg, svo líklegt má telja að spá USDA sé ekki fjarri lagi enda notast bæði löndin við áþekkar aðferðir bæði varðandi kynbætur en einnig mjaltatækni/SS.