Beint í efni

Sölufélag Austur-Húnvetninga hækkar verð og styttir greiðslufrest

13.06.2005

Sölufélag Austur-Húnvetninga hefur nú brugðist við verðhækkunum sláturleyfishafa, á Suður- og Vesturlandi, með því að hækka verð sín til kúabænda. Jafnframt hefur Sölufélagið stytt greiðslufresti og greiðir nú kúabændum 15 dögum eftir slátrun. Sölufélagið greiðir nú hæstu verð í sjö flokkum og deilir þeim öllum með fleiri sláturleyfishöfum. Þá færist Sölufélagið upp verðmætalista LK eins og

sjá má hér að neðan, en útreikningarnir byggja á forsendum sem áður hafa verið kynntar og má lesa um á vefnum (t.d. með því að smella á neðsta hlekkinn hér fyrir neðan). Sláturfélag Suðurlands greiðir enn hæsta verð fyrir þá sláturgripi sem miðað er við í útreikningum LK.

 

    

Sláturleyfihafi:

Heildarverðmæti:

Mismunur:

Þar af vegna greiðslukjara:

1.

Sláturfélag

Suðurlands

kr. 344.102,-

2.

Sláturhúsið

Hellu hf.

kr. 343.954,- – 149,- 0,-

3.

Sölufélag Austur

Húnvetninga

kr. 342.461,- -1.641,- -1.529,-

4.

Borgarnes

kjötvörur

kr. 341.521,- -2.581,- -553,-

5.

Kaupfélag

Skagfirðinga

kr. 337.520,- -6.582,- -546,-

6.

Norðlenska hf.

 

kr. 329.716,- -14.386,- -935,-

7.

Kaupfélag

Króksfjarðar

kr. 325.919,- -18.183,- -1.455,-

8.

B. Jensen ehf.

 

kr. 322.523,- -21.580,- -6.923,-

9.

Sláturfélag Vestur

Húnvetninga

kr. 317.560,- -26.542,- -7.487,-

 

Smelltu hér til þess að skoða verðskrá sláturleyfishafa

 

Smelltu hér til þess að skoða nánar samanburðinn á milli sláturleyfishafanna