Beint í efni

Sláttur hafinn á Suðurlandi og í Eyjafirði

17.06.2006

Sláttur hófst snemma í þessari viku undir Eyjafjöllum og síðari hluta vikunnar hófst sláttur á nokkrum bæjum í Eyjafirði. Sprettutíð síðustu daga hefur verið mjög hagstæð og má gera ráð fyrir að sláttur fari á fullt skrið á fleiri stöðum eftir helgina.  

Á fimmtudaginn komu nýjar niðurstöður um efnagreiningar grassýna á heimasíðu , orkugildi lækkar lítillega milli vikna og próteingildi sömu leiðis.

 

Landssamband kúabænda óskar svo bændum og búaliði öllu, gleðilegrar þjóðhátíðar.