Beint í efni

Skiptar skoðanir – enginn misskilningur hjá LK

06.09.2007

Sigurðar Sigurðarson dýralæknir á Keldum talar um misskilning í athugasemd sinni vegna umfjöllunar LK um gripaflutninga og rannsóknir tengdar þeim. Það er mér vitanlega enginn misskilningur í þessu máli. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um það hvort Landbúnaðarstofnun fari út fyrir valdheimildir sínar í tengslum við afgreiðslu umsókna um flutning á nautgripum milli svokallaðra varnarhólfa.
 Nú hefur það gerst að hafin er vinna við að skoða þarfir og stöðu einstakra búgreina gagnvart opinberum aðgerðum sem tengjast dýraheilbrigði. Er þá einkum horft til þess hvort og þá hvernig þurfi að takmarka starfsemi bænda sem atvinnurekenda. Núverandi ástand er óviðunandi fyrir nautgriparæktina.

Í athugasemd sinn talar Sigurður um ,,reglur, sem gefnar eru út frá Tilraunastöðinni á Keldum“.  Hér er líklega um misskilning að ræða hjá Sigurði, því Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er rannsókna- og greiningaraðili, en ekki stjórnsýsluaðili gagnvart íslenskum landbúnaði. Það kemur m.a. fram á bls. 6 í skýrslu Tilraunastöðvarinnar um starfsemi ársins 2006.

                             

Ferjubakka II   6.9.2007