Beint í efni

Skånemejerier í stórum vanda

07.06.2011

Stóraukin vandræði með rekstur afurðafyrirtækisins Skånmejerier í Svíþjóð hefur nú neytt stjórn fyrirtækisins til þess að grípa til neyðarráðstafana. Í síðustu viku var gerð hreinsun í markaðsdeild fyrirtækisins og nú hefur verið ákveðið að skoða hvort loka eigi afurðastöðinni í Kristinastad, sem er nýbyggð!

 

Ástæða þessara hörðu aðgerða er að fyrirtækið hefur tapað um 20 milljónum króna í hverri viku frá áramótunum og ljóst er að stjórnendum Skåne er stór vandi á höndum. Skånemejerier á í harðri samkeppni við Arla, framleiðendasamvinnufélag danskra og sænskra kúabænda, og hefur Skånemejerier greitt innleggjendum sínum hærra verð en Arla til þess að mæta samkeppninni. Fyrirtækið hefur þó ekki náð að auka hagnaðinn af sölustarfseminni á móti þessum hækkunum til bænda og svo virðist sem úthald Skånemejerier sé brátt á enda/SS.