Beint í efni

Sekta kúabændur fyrir framleiðslu utan kvóta

04.04.2011

Nú er útlit fyrir að stór hópur danskra kúabænda hafi framleitt mjólk utan kvóta en samkvæmt reglum Evrópusambandsins er það ekki heimilt. Þessir bændur, sem eru alls 952, fóru 34 milljónir lítra fram yfir kvótann og munu þeir nú fá um 1,5 milljarða í sektir (71 milljón Dkr.) eða að jafnaði 1,6 milljónir hver.

 

Á hverju ári er það magn sem heimilt er að framleiða umfram kvóta nokkuð misjafnt og fer það eftir heildarframleiðslunni innan Evrópusambandsins. Í fyrra gekk almennt ekki vel að framleiða mjólk innan sambandsins og þá var svigrúm danskra kúabænda meira og máttu þeir fara 15% fram yfir kvóta án þess að fá sekt. Í ár er þetta hlutfall hinsvegar 5,65%.

 

Þessar 34 milljónir lítra, sem nú er umfram kvóta í Danmörku, nemur um 0,75% af landsframleiðslunni í Danmörku. /SS