Beint í efni

Samdráttur í kjötsölu í löndum Evrópusambandsins

07.09.2015

Undanfarin misseri hafa kjötsalar í löndum Evrópusambandsins upplifað samdrátt í sölunni. Uppgjörið fyrir árið 2014 sýnir t.d. að heildarsala á nautakjöti pr. íbúa í Evrópusambandinu var 10,4 kg en það er um einu kílói minna en árið 2009. Alls er nautakjöt nú með um 16% markaðshlutdeild allra kjöttegunda í Evrópusambandinu.

 

Samkvæmt uppgjörinu um stöðu nautakjöts á kjötmarkaðinu virðist það helst vera að alífuglakjötið sé að auka hlutdeild sína á kostnað nautakjötsins en alífuglakjöt er nú með um 33% markaðshlutdeild. Auðvitað er mikill neyslumunur eftir löndum og matarhefðum í Evrópusambandinu og þar standa sterk lönd eins og Frakkland, England og Ítalía, þar sem löng hefð er fyrir nautakjötsáti. Hins vegur hefur þýski markaðurinn gefið eftir og í sumum löndum er nánast engin hefð fyrir nautakjötsáti eins og t.d. í Póllandi. Þar er meðalneyslan á ári pr. íbúa einungis 1 kíló/SS.