Beint í efni

Rista sojamjöl fyrir bændur

05.02.2011

Fyrirtækið Búaðföng á Hvolsvelli, sem stofnað var árið 1999, er mörgum sunnlennskum bændum vel kunnugt en þar starfa að jafnaði fjórir starfsmenn við sölu á ýmsum rekstrarvörum í landbúnaði. Búaðföng hafa að undanförnu boðið bændum upp á sérþjónustu með fóðurvörur og tók naut.is eiganda fyrirtækisins, Lúðvík Bergmann, tali um þá þjónustu og annað sem starfsmenn Búaðfanga eru að vinna við.

 

„Undanfarin ár höfum við selt mikið af síldarmjöli til bænda sem

eru að blanda sjálfir fóður með heimaræktuðu byggi, eins og flestir vita hefur verð á síldarmjöli hækkað gríðarlega mikið. Við tókum þá upp á þeirri nýjung að rista sojamjöl til þess að hafa sem valkost fyrir bændur. Sojamjölið reynist ágætlega og virðist auka lystugleika heilfóðursins sem leiðir til meira áts hjá kúnum“, sagði Lúðvík.
 
„Við reynum annars eftir fremsta megni að þjónusta bænur með öll helstu aðföng til daglegs reksturs svo sem áburð, rúlluplast, fóður, vitamin og steinefni, sáðvörur, girðingaefni, rekstrarvörur í fjós og mjólkurhús s.s. hreinsiefni og margt fleira. Við sérhæfum okkur líka í þjónustu við kornbændur, bjóðum upp á þurrkun á korni og úrvinnslu á korninu, seljum mikið af propionsýru til verkunar á korni, stórsekki undirkornið og ýmislegt fleira. Einnig seljum við bændum dieselolíu, smurolíur og smurefni. Helstu samstarfsaðilar okkar eru Skeljungur, Lífland, Tandur og Poulsen“.
 
Að sögn Lúðvíks fer nú í hönd annasamur tími við áburðarsölu en Búaðföng er í samstarfi við Skeljung hf og sér fyrirtækið um sölu á „Spretti“ á öllu Suðurlandi og austur að Höfn í Hornafirði. „Við höfum náð góðri markaðshlutdeild í áburðarsölunni enda erum við með mjög góða vöru á
hagstæðu verði“, sagði Lúðvík að lokum í viðtali við naut.is.