Beint í efni

Rafrænt skil skýrsluhaldarar í sauðfjárrækt aukast

05.09.2009

Skýrsluhaldarar í sauðfjárrækt eru farnir í stórum stíl að nota veflæga skýsluhaldsforritið FJARVIS.IS til að halda utan um skýrsluhalds sitt. Rafræn skil á skýrsluhaldinu eru ,,leikur einn" eins og Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunautur í sauðfjárrækt, orðaði það í síðasta Bændablaði.

Rétt er að vekja athygli á að gamli Fjárvís (Dos útgáfa) verður ekki þróaður frekar. Háhraðanetsvæðing Fjarskiptasjóðs og Símans er í fullum gangi og verður lokið í árslok 2010. Í dag bjóðast öllum bændum í Akrahreppi og Skagafirði, sem eru innan uppbyggingarsvæðið háhraðaverkefnisins, nettenging samkvæmt samningi sjóðsins við Símann. Í þessum septembermánuði bætast 14 hreppar við svo sem Árneshreppur, Strandabyggð, Dalvíkurbyggð og Þingeyjarsveit og svo koll af kolli. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Fjarskiptasjóðs www.fjarskiptasjodur.is. Bændur eru hvattir til að fá sér aðgang að FJARVIS.IS, sem er án endurgjalds, og bent er á námskeið í forritinu á vegum LBHÍ og BÍ á næstunni. Ráðunautar búnaðarsambanda eru einnig til ráðgjafar og aðstoðar, og þá skal bent á skýrsluhaldsfulltrúa tölvudeildar Önnu Guðrúnu Grétarsdóttur sem hefur aðsetur í Búgarði á Akureyri.