Beint í efni

Pepsí og Theo Müller Group byggja jógúrtverksmiðju

31.08.2012

PepsiCo á saman með hinu þýska fyrirtæki Theo Müller Group afurðastöðina Muller Quaker Dairy. Nú hafa framangreindir aðilar ákveðið að setja upp stóra jógúrtverksmiðju í New York til þess að geta sinnt betur stækkandi markaði þar í borg. Verksmiðja Muller Quaker Dairy verður ein sú stærsta í Bandaríkjunum.

 

Alls munu starfa í verksmiðjunni 200 manns þegar hún tekur til starfa á næsta ári en framleiðslan verður fyrst og fremst bragðbætt jógúrt sem þekkjast vel bæði hér á landi og í öðrum löndum Evrópu en eru minna þekkt vestur í Bandaríkjunum/SS.