
Óttast að Bandaríkin hunsi WTO-samkomulag
31.07.2003
Niðursveifla hagvaxtar víða í heiminum og óeining innan WTO (Alþjóðlega viðskiptastofnunin) hafa skapað skilyrði fyrir ótal tvíhliða samninga ýmissa landa. Margir óttast að slíkir samningar komi til með að skaða komandi viðræður um nýjan WTO samning í Cancun í september. Í því sambandi hefur verið horft til Bandaríkjanna, sérstaklega ef niðurstöður viðræðnanna falla ekki að skoðunum bandaríkjamanna. Reynslan frá stríðinu í Írak, Alþjóðadómstólnum í Haag og Koyoto-samninginum sýnir að Bandaríkjamenn eiga til að fara að eigin vilja, algerlega óháð vilja annarra þjóða, segir í frétt frá Landsbladet.