Beint í efni

Örlítil breyting á verðlíkani LK

14.06.2010

Gerð hefur verið örlítil breyting á verðlíkani LK til einföldunar við samanburðinn. Settur hefur verið meðal-flutningskostnaður á verðforsendur sláturleyfishafans B. Jensen en sláturhúsið er það eina sem lætur kúabændur borga flutningskostnaðinn beint til flutningsaðila. Í öðrum tilfellum rukka sláturhúsin kostnaðinn fh. flutningsaðila. Eftir breytinguna

verður minniháttar breyting á niðurstöðum verðlíkansins.

 

Eins og sjá má við skoðun verðlistans þá vegur greiðslufrestur þungt í líkaninu. Þrátt fyrir að B. Jensen greiði hæsta verð í flestum gæðaflokkum, þá veldur frestun á greiðslu til 20. næsta mánaðar eftir innleggsmánuð því að raungreiðsla fyrirtækisins lækkar verulega.

 

Smelltu hér til þess að sjá nánari upplýsingar um kjötmarkaðsmálin.