Beint í efni

Opið fjós á Berustöðum frá kl. 13-16

29.10.2006

Næstkomandi þriðjudag, 31. október bjóða ábúendur að Berustöðum í Ásahreppi, hjónin Egill Sigurðsson og Erla Traustadóttir gestum og gangandi að skoða nýtt fjós sem þau eru í þann veginn að taka í notkun. Fjósið er 68 legubása með Lely mjaltaþjóni. Framkvæmdir við bygginguna hófust í lok maí, þannig að fjósið hefur risið á réttum 5 mánuðum.

Til stendur að flytja kýrnar í fjósið á þriðjudagskvöld og hefja mjaltir í því á miðvikudagsmorgunn, 1. nóvember.